Hvernig geng ég í félagið?

Gjöld

 

Félagið er áhugamannafélag og er ekki rekið í ágóðaskyni.  Félagsgjöld eru til að greiða beinan kostnað við rekstur félagsins.

Allir sem styðja meginreglur félagsins, eins og þær eru á heimasíðu okkar www.bdsm.is, er velkomið að ganga í félagið.  Sendið okkur póst ef það eru einhverjar spurningar um hvernig hægt er að gerast félagsmeðlimur.

Til að taka þátt í starfinu verða menn að ganga í félagið áður með því að greiða félagsgjöldin sem eru kr. 2000 á ári og eru þeir þar með orðnir fullgildir félagar. Við skráum eingöngu virkt netfang þitt í félagaskrána og engar persónuupplýsingar. Það er hægt að greiða félagsgjöldin við innganginn á fundum. Við tökum ekki við debit eða kreditkortum eins og er. Ef þú hefur áhuga á að greiða á annan máta láttu okkur endilega vita.

Eina undantekningin frá þessari reglu um félagaðild fyrir fundi er þegar um opinn kynningarfund er að ræða, en þá getur fólk mætt án þess að vera félagi og fengið fræðslu um starf félagsins. Kynningarfundir eru haldnir 3 – 4 sinnum á ári

Einnig er hægt að gerast styrktarmeðlimur félagsins, og þá annað hvort hægt að leggja styrkupphæðina inn á bankareikning félagsins:

 0515-26-004911 kt. 491199-2969 

Þá væri ágætt að viðkomandi léti félagið vita að hann hafi greitt því styrk svo við vitum frá hverjum (hvaða netfangi) viðkomandi greiðsla er.

Ef þig vantar meiri upplýsingar hafðu samband við [email protected].

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *