Um félagið

BDSM á Íslandi er fræðslu- og hagsmunafélag BDSM iðkenda á Íslandi.

Félagið heldur fræðslufundi, námskeið og viðburði með reglulegu millibili. Heimasíða félagsins bdsm.is er í yfirhalningu en einnig heldur félagið úti FaceBook síðu. Viðburðir félagsins eru auglýstir á heimasíðu og FaceBook síðu félagsins.

Lesa meira »

Drusluganga 2014

25 júlí, 2014

Enn þann dag í dag eru klæðnaður, fas og drykkja talin gegn þolendum kynferðisofbeldis. Drusluskömmun er ríkjandi.

Á morgun, laugardaginn 26. júlí, verður Druslugangan haldin í fjórða sinn. Við hvetjum fólk til að fjölmenna og færa skömmina þangað sem hún á heima.

Sjá nánar á Facebook-viðburði göngunnar.

FREAKOUT ICELAND 2014

17 júlí, 2014

Takið laugardaginn 16. ágúst frá, því nú fer að líða að því sem allir hafa beðið eftir í nær ár: FREAKOUT ICELAND 2014!

Freakout er stærsti og skemmtilegasti BDSM- og Fetish-viðburður sem haldinn er á landinu ár hvert. Að venju verða plötusnúðar, skemmtiatriði og leiksvæði á staðnum.

Frekari upplýsingar koma þegar nær dregur.

Félagsfundur BDSM á Íslandi

13 maí, 2014

Stjórn BDSM á Íslandi boðar til almenns félagsfundar mánudaginn næsta, hinn 19. maí.

Fundurinn verður haldinn klukkan 21 á Ölsmiðjunni, Lækjargötu 10. Rennur dagskrá fundarins saman við munchið sem haldið er þennan dag.

Stjórnarmeðlimir verða til viðtals varðandi verkefni sem unnist hafa síðan á síðasta aðalfundi sem og þau verkefni sem fyrir liggja.