Um félagið

BDSM á Íslandi er fræðslu- og hagsmunafélag BDSM iðkenda á Íslandi.

Félagið heldur fræðslufundi, námskeið og viðburði með reglulegu millibili. Heimasíða félagsins bdsm.is er í yfirhalningu en einnig heldur félagið úti FaceBook síðu. Viðburðir félagsins eru auglýstir á heimasíðu og FaceBook síðu félagsins.

Lesa meira »

FREAKOUT ICELAND 2014

17 júlí, 2014

Takið laugardaginn 16. ágúst frá, því nú fer að líða að því sem allir hafa beðið eftir í nær ár: FREAKOUT ICELAND 2014!

Freakout er stærsti og skemmtilegasti BDSM- og Fetish-viðburður sem haldinn er á landinu ár hvert. Að venju verða plötusnúðar, skemmtiatriði og leiksvæði á staðnum.

Frekari upplýsingar koma þegar nær dregur.

Félagsfundur BDSM á Íslandi

13 maí, 2014

Stjórn BDSM á Íslandi boðar til almenns félagsfundar mánudaginn næsta, hinn 19. maí.

Fundurinn verður haldinn klukkan 21 á Ölsmiðjunni, Lækjargötu 10. Rennur dagskrá fundarins saman við munchið sem haldið er þennan dag.

Stjórnarmeðlimir verða til viðtals varðandi verkefni sem unnist hafa síðan á síðasta aðalfundi sem og þau verkefni sem fyrir liggja.

Aðalfundur BDSM á Íslandi 2014

7 febrúar, 2014

Miðvikudaginn 5. mars næstkomandi verður haldinn Aðalfundur BDSM á Íslandi, klukkan 20:00 á efri hæð Ölsmiðjunnar í Lækjargötu 10, 101 Reykjavík.

Aðalfundur er æðsta vald félagsins og tekur þær ákvarðanir um starfsemi félagsins sem þörf er á. Allar lagabreytingar eða tillögur um að leggja félagið niður skulu hafa borist stjórn félagsins skriflega eða rafrænt með staðfestum hætti, minnst tveimur vikum fyrir fundinn og vera auglýstar af stjórn félagsins eigi síðar en viku fyrir fundinn. Rétt til fundarsetu og atkvæðaréttar á aðalfundi hafa þeir félagsmenn sem skuldlausir eru við félagið. Félagsmaður telst sá einstaklingur sem greitt hefur félagsgjald. Greiða skal félagsgjald hvers árs á aðalfundi eða fyrir aðalfund þess árs.

Í samræmi við lög félagsins skal dagskrá Aðalfundar vera eftirfarandi:

  1. Skýrsla stjórnar og reikningar
  2. Lagabreytingar
  3. Kosningar í stjórn og embætti
  4. Önnur mál

Í samræmi við lög félagsins skal á Aðalfundi kjósa formann til eins árs í senn, einnig skal kjósa þrjá stjórnarmeðlimi, hvern til tveggja ára í senn. Ef kjörtímabil landsbyggðarfulltrúa rennur út á viðkomandi aðalfundi skal þó ekki kjósa þrjá stjórnarmeðlimi, heldur einungis tvo. Deildir utan Reykjavíkur kjósa sér landsbyggðarfulltrúa með eigin hætti, án viðkomu Reykjavíkurdeildar. Lög félagsins í heild má nálgast hér: http://bdsm.is/um/log/

 Að þessu sinni er kjörtímabil landsbyggðarfulltrúa að renna úr og því þurfa deildir eða meðlimir utan Reykjavíkur að kjósa sér landsbyggðarfulltrúa með hverjum þeim hætti sem þeir koma sér saman um, án viðkomu Reykjavíkurdeildar. Landsbyggðarfulltrúi er kosinn til tveggja ára. Komi deildir utan Reykjavíkur sér ekki saman um landsbyggðarfulltrúa fyrir aðalfund skal kjósa í stöðu hans á aðalfundi. Á fundinum verður því kosið í stöðu formanns, í eitt ár, auk þess sem tveir stjórnarmeðlimir verða kosnir til tveggja ára. Framboðsrétt hafa þeir félagsmenn sem skuldlausir eru við félagið og fara eftir lögum þess. Félagsmaður telst sá einstaklingur sem greitt hefur félagsgjald.