BDSM er regnhlífahugtak sem í sinni víðustu skilgreiningu nær yfir nánast allt sem fólki getur hugnast, svo lengi sem það lýtur þremur grundvallarreglum BDSM: öruggt, meðvitað og samþykkt.
Algengast er þó að um sé að ræða einhverskonar þörf fyrir vel afmörkuð valdaskipti. Blætishneigð eða munalosti fléttast oft inn í og stundum er það eingöngu skynjunin sjálf sem fólk sækist eftir.
Undir regnhlífinni eru margir ólíkir. Þeir sem eru reknir áfram af forvitni, þeir sem taka fullan þátt í lífstíl BDSM og allir þar á milli.