Um félagið

BDSM á Íslandi er stuðnings­ og fræðslufélag fólks með BDSM­-hneigðir.

Félagið heldur fræðslufundi, námskeið og viðburði með reglulegu millibili. Heimasíða félagsins bdsm.is er í yfirhalningu en einnig heldur félagið úti FaceBook síðu. Viðburðir félagsins eru auglýstir FaceBook síðu félagsins.

Auk félagsins hefur skapast félagsskapur eða sena í kringum BDSM iðkendur á Íslandi. Senan er ekki á vegum félagsins heldur er henni haldið uppi af þeim sem hafa áhuga á félagsskap við aðra BDSM-hneigða.

Fyrsta miðvikudag og þriðja mánudag hvers mánaðar, klukkan 20 eru svokölluð munch eða kaffihúsahittingur hjá þessum félagsskap í Reykjavík. Þau eru auglýst á facebook síðu félagsins. Á Akureyri eru munch haldin þriðja miðvikudag hvers mánaðar klukkan 20 og eru auglýstir á síðu hópsins inni á fetlife.com

Helsti vettvangur senunnar á netinu er á vefsíðunni FetLife. Síðan er erlend að uppruna og einskonar alþjóðlegur vettvangur. Þar getur hver sem er stofnað sér aðgang og BDSM á Íslandi er þar með hóp sem hægt er að gerast meðlimur að. Það auðveldar fólki að komast í samband við félagsskapinn og aðra með sambærilegar hneigðir og langanir, fetish eða kink hneigðir og allt þar á milli.

Vonandi eru þessar upplýsingar hjálplegar. Við vonumst eftir því að sjá þig á næsta munchi eða heyra frá þér inni á FetLife.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *