Aðalfundur – fundargerð og ný stjórn

Aðalfundur BDSM á Íslandi 24.mars 2013 er nú afstaðinn.

Mættir: 19

Lesin var yfir skýrsla fráfarandi bráðabirgðastjornar.

Geir_fesseln fór yfir fjármál síðustu rétt kjörinnar stjórnar og lagði fram reikninga félagsins.

Farið var yfir bæði gömlu lögin og lagabreytingatillögur.

Ákveðið var að halda aukaaðalfund til þess að meðlimir félagsins hefðu löglegt svigrúm til þess að kynna sér lögin og fyrirlagðar lagabreytingar.

Í kjölfarið var kosið eftir núgildandi kosningalögum.

Eftifarandi aðilar voru kosnir í stjórn (dulnefni félaga):

Strangeling
Sadomaso
Ernir
Fishondryland
JeriRyan

Lagabreytingatillögur bráðabirgðastjórnar

Á aðalfundinum næstkomandi mun bráðabirgðastjórn félagsins leggja fram lagabreytingatillögur.

Tillögurnar má finna í Google Docs skjali þessu. Um er að ræða sameiningu á lögum, aðallreglum og umgengnisreglum félagsins. Sérstaklega ber einnig að nefna breytt kosningafyrirkomulag og endurskilgreiningu á hlutverki félagsins sem fræðslu- og stuðningsfélag.

Breytingar eru merktar með rauðu.

Þeir sem hyggjast mæta á aðalfundinn eru hvattir til að kynna sér breytingatillögur þessar.

Aðalfundur BDSM á Íslandi

Aðalfundur BDSM á Íslandi verður haldinn 24. mars næstkomandi að Hverfisgötu 46 í Reykjavík, klukkan 8 að kvöldi.

Eftirfarandi er á dagskrá fundarins:

  • Skýrsla bráðabrigðastjórnar
  • Kosning um lagabreytingatillögur
  • Kosning í stjórn BDSM á Íslandi
  • Tilfallandi mál

Til að öðlast atkvæðisrétt í kosningum sem fram fara á fundinum skal greiða árgjald félagsins, sem er 2000 krónur. Þegar gjaldið hefur verið greitt telst viðkomandi meðlimur í félaginu starfsárið 2013.

Við hvetjum alla sem málið varðar til að mæta og láta ljós sitt og atkvæði skína.