Dagskrá vikunnar

Tveir atburðir eru á döfinni í þessari viku: Annars vegar nýliðamunch sem haldið verður í kvöld (22/04/13) klukkan 8, á Bar 46 við Hverfisgötu að venju.

Hins vegar er grundvallarnámskeið í bindingum, sem haldið verður á sama stað, klukkan 8 á fimmtudaginn (25/04/13). Aðgangur er ókeypis fyrir meðlimi félagsins, 1000 krónur fyrir aðra.

Fleiri námskeið eru á döfinni, en þau verða auglýst þegar staðsetning þeirra verður ljós.