Endurskipulagning síðunnar

Með breyttum lögum félagsins fylgir endurskipulagning á síðunni, sem og mikil uppfærsla á því efni sem hér birtist. Búast má við einhverri röskun á aðgengi að efni á síðunni út vikuna vegna þessa og biðjumst við velvirðingar á því.

Athugasemdir varðandi uppfærslurnar má senda á notandann “Ernir” á síðunni Fetlife.com. Einnig má að sjálfsögðu senda tölvupóst á [email protected] og verður því þá komið til skila.

Aukaaðalfundur og lagabreytingatillögur – niðurstaða

Lagabreytingatillögur stjórnar gengu í gegn, með nokkrum athugasemdum og leiðréttingum. Endurbætt útgáfa laganna mun birtast á vef þessum von bráðar.

Formannsumboð Sadomaso var endurnýjað. Einnig bættust tveir nýir meðlimir, Epilogue og Ormstunga, við stjórn og bjóðum við þá velkomna til starfa. Uppbygging stjórnar er nú eftirfarandi:

Epilogue
Ernir (Ritari)
Fishondryland
Helo_Agathon*
Ormstunga (Landsbyggðarfulltrúi)
Sadomaso (Formaður)
Strangeling (Gjaldkeri)

*breytt nafn, áður JeriRyan