Drusluganga 2014

Enn þann dag í dag eru klæðnaður, fas og drykkja talin gegn þolendum kynferðisofbeldis. Drusluskömmun er ríkjandi.

Á morgun, laugardaginn 26. júlí, verður Druslugangan haldin í fjórða sinn. Við hvetjum fólk til að fjölmenna og færa skömmina þangað sem hún á heima.

Sjá nánar á Facebook-viðburði göngunnar.

FREAKOUT ICELAND 2014

Takið laugardaginn 16. ágúst frá, því nú fer að líða að því sem allir hafa beðið eftir í nær ár: FREAKOUT ICELAND 2014!

Freakout er stærsti og skemmtilegasti BDSM- og Fetish-viðburður sem haldinn er á landinu ár hvert. Að venju verða plötusnúðar, skemmtiatriði og leiksvæði á staðnum.

Frekari upplýsingar koma þegar nær dregur.