Íslenska BDSM samfélagið – Vegvísir

Þetta er lifandi skjal. Við munum halda áfram að bæta við upplýsingum og uppfæra eftir þörfum.

Best væri að fá tillögur að úrbótum í þessum þræði á FetLife. https://fetlife.com/groups/27084/posts/18538328

Skjalið var seinast uppfært 5. nóvember 2021

Við reynum að taka eins vel og hægt er á móti fólki í samfélagið okkar. Fyrir þau sem eru ný, er vafalaust erfitt að fóta sig, þannig að við ákváðum að búa til þessa síðu sem einhvers konar vegvísi.

Raunheimar – áhrif Covid

Samfélagið reynir að hittast í raunheimum eftir því sem hægt er og reynir að sýna ábyrgð í samræmi við sóttvarnir

Reykjavik munch

Það eru haldnir reglulegir kaffihúsahittingar í Reykjavík, fyrsta miðvikudag og þriðja mánudag hvers mánaðar. Það kemur fyrir að þeir falli niður vegna sóttvarna, fría eða hátíðisdaga en skipuleggjendur hittingana gera sitt besta til að sjá til þess að við getum hist.

Mörg þeirra sem mæta, tala ekki íslensku. Tökum tillit til þeirra og reynum að skipta ekki yfir í íslensku í samtali sem enskumælandi eru að taka þátt í.

Fetlifesíða Reykjavík munch

Facebooksíða Reykjavík munch

Reykjavik Ropes

FetLifesíða Reykjavík Ropes

Facebooksíða Reykjavík Ropes

Næstum allir viðburðir sem tengjast bindileikjum með reipi eru skipulagðir af Reykjavík Ropes. Þau standa fyrir hittingum, svokölluðum Rope Jams og allskonar bindinámskeiðum, bæði fyrir byrjendur og lengra komin. Það er þægilegast að fylgjast með dagskránni á facebook síðunni þeirra.

RMSSSDLP

FetLifesíða RMSSDLP
Facebooksíða RMSSDLP

RMSSSDLP er Reykjavik Munch Svaka Skemmtilegt Super Duper LeikParty. Þetta er partý til að leika við aðra og jafnvel klæða sig upp í kinký klæðnað.

Það er yfirleitt mikið leikið, mikið spjallað, plötusnúður og gleði. Það er dyravarsla til að koma í veg fyrir óvæntar heimsóknir.

Það er ekki gerð krafa um sérstakan klæðnað, en fólk hvatt til að hafa smá fyrir útlitinu.

Hér má finna spjallþráð á FetLife þar sem er verið að rifja upp skemmtilegustu minningarnar úr partýinu: https://fetlife.com/groups/27084/posts/17983553 .

Utan höfuðborgarsvæðisins

Hér væri gott að fá meiri upplýsingar! Það hafa verið kaffihúsahittingar á Akureyri og þeir hafa yfirleitt verið auglýstir á þessu spjallborði á FetLife: https://fetlife.com/groups/27084

Spjallborð á FetLife fyrir hópa utan höfuðborgarsvæðisins:
Akureyrarperrar
Norðvesturperrar

Sýndarheimar

FetLife

Íslenska samfélagið á FetLife er mjög stórt. Stærsti íslenski hópurinn eða spjallborðið er BDSM in Iceland

Það eru mjög margir íslenskir hópar, fyrir alls konar blæti. Fæstir þeirra eru mjög virkir, en ekki láta það stoppa ykkur í að hefja spjall. Við höfum reynt að safna saman þessum hópum í lista, neðst á þessari síðu. Svo er líka hægt að athuga í hvaða íslenski hópum annað fólk er.

Mikið af umræðunum í þessum hópum er á íslensku, en það má yfirleitt líka hefja umræður á ensku og kurteisi að svara enskum umræðum á ensku.

Reykjavik munch discord (Ekki bara fyrir Reykjavík!!)

Þetta er Discordþjónn sem byrjaði til að halda kaffihúsahittinga á netinu, út af Covid. Núna er þetta frábært samfélag á netinu. Þessi þjónn er fyrir umræður og glens og gaman, en ekki fyrir sexting eða sýndarleiki. Það er ætlast til að fólk noti eingöngu ensku til að spjalla saman.

Það eru reglulegir vikulegir hittingar og stundum eru hittingar bara upp úr þurru ef einhverjum leiðist. Mörg hafa kveikt á myndavélinni á hittingum en mörg nota eingöngu hljóðnema, eftir því hvað fólki finnst þægilegra.

Hægt er að fá boð á þjóninn með því að hafa samband við Reykjavik Munch á FetLife eða senda póst á BDSM á Íslandi.

Hópar á FetLife fyrir fólk sem býr á Íslandi

Þetta eru allir hóparnir sem við höfum fundið, en þeir eru örugglega fleiri, endilega látið okkur vita ef þið saknið einhverra hópa

BDSM in Iceland
Einkamál
Almenn Umræða
Íslendingar á Fetlife
BDSM konur á Íslandi
40+ á Íslandi
Akureyrarperrar
Norðvesturperrar
Til sölu
DIY Iceland
Íslensk orð yfir kinky hluti og fólkið sem elskar þau
Dómínur á Íslandi
Polyamory Iceland // Fjölkærir á Íslandi
Erótísk og kynferðisleg ljósmyndun á Íslandi
Humiliation in Iceland
Plus size – BBW – Curvy konur á Íslandi og karlar sem elska þær
Rope partners – Reykjavík ropes
Shibari Iceland
Bólfélagar Íslands/Fuckbuddys in Iceland
Bathroom Use Control Iceland
Ageplay Iceland