Þú gætir verið að spyrja þig: “Hvað þýðir það að vera í stjórn BDSM á Íslandi? Gæti ég prófað að bjóða mig fram? Þarf ég að vita voða margt um allt og hafa mjög mikinn frítíma?”
Við tókum saman smá lýsingu á því hvað felst í því að sitja í stjórn félagsins og vonum að hún svari þessum spurningum. Hafið samt í huga að lýsingin byggir á því hvernig stjórnir síðustu ára hafa haft hlutina en það er hverri stjórn frjálst að hafa hlutina svolítið eftir eigin höfði.
Eftir að stjórn er kosinn á aðalfundi, kemur hún saman og skiptir með sér verkum. Þær stöður sem þarf að fylla eru: Ritari, gjaldkeri og varaformaður.
Verkaskipting innan stjórnar:
- Ritari sér oftast um að rita fundargerðir (skrifa niður það sem fram kemur á fundum, s.s. helstu punkta úr umræðum og ákvarðanir sem teknar eru).
Gjaldkeri heldur utan um fjármuni félagsins, hefur aðgang að bankareikningum, tekur við greiðslum og borgar það sem þarf að borga. - Varaformaður tekur við skyldum formanns ef hán forfallast eða segir af sér.
- Landsbyggðafulltrúi getur tekið að sér önnur embætti innan stjórnar en hlutverk háns er fyrst og fremst að vera rödd og tengiliður landsbyggðarinnar.
- Formaður er kosinn á hverju ári. Hlutverk háns er ekki mjög fastmótað en hán þarf að vera tilbúið til að vera málsvari félagsins og andlit út á við þegar á þarf að halda.
Fundir:
Stjórnin ákveður sjálf hversu oft hún fundar. Undanfarin ár hefur stjórn oftast komið saman u.þ.b. einu sinni í mánuði. Stjórnarfundir hafa oftast verið einn og hálfur til tveir tímar að lengd. Þar sem þetta félag er fullt af skemmtilegu fólki þá eru fundirnir oftast frjálslegir, fólk spjallar og grínast á milli þess sem mál eru rædd og ákvarðanir teknar.
Á stjórnarfundum tekur stjórnin sameiginlegar ákvarðanir um allt sem gert er í nafni félagsins, t.d. hvernig námskeið og viðburði eigi að halda. Stjórn getur stofnað nefndir um hvað sem vera skal og fengið annað félagsfólk til að sitja í þeim. Þannig er hægt að virkja fleiri til að starfa fyrir félagið.
Stjórn þarf að halda a.m.k. einn félagsfund að hausti og svo auðvitað aðalfund.
Stjórnin ákveður hvort að félagið taki þátt í viðburðum eins og Reykjavík Pride og hinsegin dögum, svarar fyrirspurnum sem berast í gegnum tölvupóst og samfélagsmiðla og tekur þátt í þjóðfélagsumræðunni ef við á, t.d. ef fjallað er um BDSM-tengd málefni opinberlega.
Það er gott að sem flest innan stjórnar séu tilbúin til að koma fram undir nafni en það er engum ýtt út úr skápnum.
Það sem þú þarft að hafa til að bjóða þig fram með góðri samvisku er:
- Vilji til að vinna með öðru fólki að góðum málum
- Nokkrir lausir klukkutímar á mánuði