Aðalfundur BDSM á Íslandi fer fram sunnudaginn 17. mars, klukkan 14:00 í húsnæði Samtakanna ’78 að Suðurgötu 3. Nánar má sjá um tilhögun fundarins í Tilkynningu um aðalfund og í lögum félagsins.
Einungis gildir meðlimir BDSM á íslandi hafa atkvæðarétt og rétt til fundarsetu á fundinum.
Endilega skráið ykkur sem félaga hérna!
Það verður túlkur á fundinum sem mun túlka yfir á ensku. Fundurinn verður einnig haldinn á Zoom. Það er harla ólíklegt að það verði sérstakur Zoom fundur á ensku, en þó örlítill möguleiki að reynt verði að koma fundinum til skila á ensku á Zoom í rituðu máli.
Utankjörfundaratkvæði
Utankjörfundaratkvæðum skal skilað til kjörnefndar í lokuðu umslagi, skv. félagslögum.
Það hefur tíðkast að fólk skili utankjörfundaratkvæðum í tölvupósti til félagsins, en það er undir aðalfundi komið hvort þau atkvæði teljist gild.
Meira um utankjörfundaratkvæði á þessari síðu!
Lagabreytingar
Engar lagabreytingatillögur bárust í ár.
Framboð
Framboðsfrestur var framlengdur einu sinni og ákvað kjörnefnd að framlengja hann ekki aftur þar sem nógu mörg framboð höfðu borist og rann hann út á miðnætti sunnudaginn 10. mars. Á síðunni Framboð 2024 má sjá hver hafa boðið sig fram í hvaða stöðu, og eins hægt að skoða hvern frambjóðanda fyrir sig.
Einnig er hægt að skoða framboðsþráð á FetLife.