Axel hefur boðið sig fram til að sinna starfi landsbyggðarfulltrúa, þar sem hópar utan höfuðborgarsvæðisins hafa ekki valið fulltrúa sinn.
Hæ, ég hef ákveðið að bjóða mig fram í hlutverk landsbyggðarfulltrúa.
Ég bý á Akureyri, en hvort ég flytji í höfuðborgina á næstu tveim árum er ekkert ákveðið. En óháð því, þá tel ég mig geta staðið fyrir mál landsbyggðarinnar.
Ég kom inn í samfélagið fyrir um það bil einu og hálfu ári, ágúst 2023, í gegnum discord serverinn fyrir samfélagið. Þar lærði ég mjög mikið, öðlaðist samhengi sem gaf mér meiri skilning á sjálfu mér og gaf mér þannig meira frelsi til að vera ég í minni einlægni. Stuttu eftir það fór ég að spá í að mæta á staðinn, í nóvember 2023, en á sama tíma þá hættu einmitt munches á Akureyri.
Ég veit af eigin reynslu hversu mikilvægt það getur verið fyrir fólk að hafa aðgengi að samskiptum þar sem það fær upplýsingar um, og staðfestingu gagnvart, sýnum upplifunum. Og líka öruggan vettvang til að kanna þau samskipti.
Ég vil að landsbyggðin hafi eins greiðan aðgang að þessum möguleika og hægt er.
Ég get ekki lofað hvort eða hversu mikilli orku ég eyði í að eiga frumkvæði að því á næstu tveimur árunum, ég verð opið fyrir möguleikum, opið fyrir hugmyndum frá öllum og geri það sem ég hef færi á gera. Ef annað fólk kemur með hugmyndir sem það vill eiga frumkvæði að, setja sína vinnu í, og telur sig geta komið í framkvæmd mun ég setja það í forgang að hlusta, vera í samskiptum og leggja fram það sem mínar aðstæður leyfa.
Ég hef setið sem varafulltrúi í stjórn núna síðasta árið, ég hef reynslu af verkefnum stjórnar, hef einhverja meðvitundi hvað ég er að stökkva út í og hvar ég get lagt mitt framlag.
Í fyrra bauð ég mig sérstaklega fram sem varafulltrúi frekar en stjórnarmeðlimur, ég sagði skýrt að ég vissi ekkert um hlutina, vildi því ekki hlutverk með atkvæðisrétt. Engin sérstök markmið nema styðja markmið annarra, og líka bara að læra.
Í ár býð ég mig fram sem stjórnarmeðlimur (þ.e.a.s sem landsbyggðarfulltrúi). Að auki þess að styðja landsbyggðar mál þá vil ég stuðla að meðvitund. Ég vil vinna að aukinni samfélagslegri meðvitund sem stuðlar að skilningi og samstöðu, og gefur einnig fólki sem er enn að læra inn á sig aðgengi að upplýsingum sem styðja það. Ég vil líka vinna að meðvitund innan samfélagsins sem stuðlar að því að gefa meðlimum samfélagsins frekari færi á að stíga sín skref, meðvitund til að koma að hlutunum á öruggari hátt, og þegar upp er staðið bara hafa færi á að leika sér og vera í uppbyggilegum samskiptum.
Ég vil líka sjá bættari ferla innan stjórnar í almennum verkum.