Ný stjórn BDSM á Íslandi var kosin á aðalfundi laugardaginn 8. mars síðastliðinn. Stjórn hefur nú komið saman og sett sér stefnu fyrir starfsárið 2025-2026, eða fram að aðalfundi í mars 2026. Á þessu tímabili ætlar stjórn að leggja áherslu á eftirfarandi atriði:
- BDSM á Íslandi heldur reglulega viðburði.
- Markmið stjórnar er að halda viðburði mánaðarlega og tilkynna þá með góðum fyrirvara. Við stefnum á að koma á fót vel skilgreindri og reglulegri viðburðadagskrá.
- Skapa og vinna eigið efni fyrir viðburði á vegum félagsins.
- Við stefnum á að hefja vinnu við að þróa okkar eigið efni fyrir viðburði, með það að markmiði að hafa undir höndum heildstætt efni sem hægt verður að setja í gagnið við lok starfsárs núverandi stjórnar. Tilgangur þess er að taka inn grunnfræðslu sem hægt er að endurnýta ár eftir ár, nytsamlegt fyrir nýtt fólk í samfélaginu sem og reyndari meðlimi. Við stefnum einnig á að bæta jafnóðum fræðandi og upplýsandi efni inn á vefsíðu félagsins.
- Þátttaka í samfélaginu og uppbygging tengsla
a. Bæta tengsl við BDSM samfélagið. Við viljum m.a. ná til fleira fólks innan samfélagsins með því að útbúa einblöðung um félagið og starfsemi þess sem viðburðahaldarar geta dreift og haft aðgengilega á sínum viðburðum.
b. Auka vitund meðal almennings. Við leggjum áherslu á virkni á samfélagsmiðlum sem við nýtum okkur í dag, Facebook og Fetlife. Stjórn stefnir á að hefja vinnu á gerð upplýsinga bæklings sem hægt er að dreifa út í samfélagið og birta á heimasíðu félagsins ásamt því að skoða möguleikann á að uppfæra þær upplýsingar sem nú þegar eru til staðar á íslenskum vefsíðum.
c. Ná til annarra hinsegin hópa. Stjórn mun vinna að því að efla tengsl og samvinnu við önnur hinsegin samtök á Ísland, m.a. með því að athuga fýsileikann á því að skipuleggja sameiginlega viðburði.