Jarred býður sig fram í stöðu stjórnarmeðlimar en til vara til varamanns.
Ég býð mig fram sem [stjórnarmeðlimur og til vara] varamaður í stjórn BDSM á Íslandi. Ég hef verið kinký alla æfi en er nýfarinn að kynnast samfélaginu hér almennilega og ég hef stórkostlega ánægður hvers vel mér hefur verið tekið og hversu jákvætt, uppbyggjandi og valdeflandi samfélagið er hér á landi. Ég vil eiga þátt í því að að það haldi áfram að vera það, bæði fyrir þau sem lengi hafa verið í því og eins fyrir nýliða sem eru að leita sér þekkingar og leiðsagnar.
Ég trúi því að ég geti látið mikið af mér leiða innan stjórnarinnar. Megnið af mínum starsferli hef ég unnið í stjórnun og skipulagningu og geri það enn. Ég hef þekkingu á skipulags- og stjórnunarstörfum, mannauðsstjór, ágreiningalausn og einfaldlega það að leysa vandamál og vera mjög ástríðuful og smásmugulegur um að hlutir séu gerði vel og á réttum tíma. Ég myndi vilja nota þessa færni í stjórn svo hún geti starfað sem best.
Þegar kemur að hugmyndum sem ég hef og hvað ég vil sjá almennt með tilliti til BDSM-samfélagsins hér:
- Fræðsla: Ég myndi elska að sjá reglulegri dagskrá fyrir vinnusmiðjur og fræðslufyrirlestra og hringborðsumræður. Allt frá kenningum og hvernig má beita þeim í verki.
- Meiri þátttaka og sýnileiki bæði innan samfélagsins og meðal almennings. Ég vil að þau sem eru að átta sig því að þau hneigist til BDSM viti að við erum hér til að styðja þau og að það er stærra samfélag þarna úti sem er tilbúið að hjálpa þeim á þeirri vegferð og veita öruggt og uppbyggjandi umhverfi fyrir það. Og ég vil að stjórnin sé meira sjáanleg innan samfélagsins sjálfs, hvort sem það er með meiri samskiptum (t.d. fréttabréfi) eða bara halda fleiri viðburði til að hittast. Ég vil einnig kanna notkun annarra miðla fyrir utan FetLife til að auka sýnileika samfélagsins.
- Meira úrval félagslegra viðburða, hvort sem það sé í gegnum hittinga með þemu/leikpartý, kinky spurningakeppnir, kinky bókaklúbbs/kvikmyndaklúbbs eða aðra svipaða viðburði.
Ég er mjög blátt áfram og ekkert kjaftæði með skoðanir og hugmyndir mínar. Þetta er það sem þú færð með mér í stjórninni. Uppbyggjandi, jákvæður, en ákveðinn og stöðugur í því sem ég stend fyrir. Ég mun ekki víkjast undan eða hika varðandi lífsreglur mínar, en mun alltaf virða aðra í góðri trú.
Ég þakka þeim sem lásu.