Margrét býður sig fram til formans.
Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til endurkjörs í embætti formanns BDSM á Íslandi. Ég hef verið virkt í samfélagi BDSM-fólks síðan 2012 og tók við sem formaður 2019. Ég lít svo á að auk þess að vera virkur stjórnarmeðlimur og vinna almennt fyrir félagið, sé hlutverk formanns fyrst og fremst að vera andlit samfélagsins okkar út á við.
Ég tel mig hafa gegnt þessu hlutverki vel undanfarin ár, hef komið fram í viðtölum sem hafa almennt hlotið góðar viðtökur og hef reynt að breyta ímynd BDSM í hugum almennings. Ég hef einnig beitt mér fyrir því að styrkja samstarf félagsins við Samtökin ‘78 og hef til að mynda sjálft unnið þar sem ráðgjafi.
Almennt um mig: Ég er sálfræðingur og vinn við hinsegin mál, bæði innan heilbrigðiskerfisins og hjá Samtökunum ‘78. Ég er skynsegin og kynsegin og hef áhuga á mannlegum fjölbreytileika, plöntum, dýrum, listsköpun og handverki.