Mia býður sig fram í stöðu stjórnarmeðlimar en til vara til varamanns
Hæ,
Ég er að bjóða mig fram í stjórn eftir fyrsta heila árið mitt hérna, eftir að ég kom aftur til Íslands. Helsta ástæðan er að ég vil gera það mögulegt að sjá allt það sem ég hef áhuga á með því að leggja tíma og ástríðu í það. Ég vil hjálpa til við að skipuleggja fleiri námskeið og vinnusmiðjur, ekki eingöngu byrjendanámskeið. Ég vil hafa betra aðgengi að fræðslu á mismunandi tungumálum og að gera samfélagið ennþá vinalegra og aðgengilegra.
Ég er menningarfræðingur og málvísindamaður, með fyrstu BA-ritgerð mína um homma sem menningarhóp. Ég hef yfir 20 ára reynslu í mismunandi samtökum, t.d. um efnahagsleg réttlæti, fólk með ADHD, réttindi trúleysingja í heittrúuðum löndum, réttindi LGBT+ fólks og baráttu gegn mansali og þrældóm. Ég var einnig ábyrg fyrir fræðslu í mest inklúsífa pólsku BDSM Discordinu.
Ég vonast til að geta nýtt alla þessa reynslu mína og skynseginorku og ofureinbetingu til að hjálpa þessu samfélagi að vaxa og þroskast.