Pirateviking er í framboði til varamanns
Ég býð mig hér með fram til varamanns í stjórninni.
Ég er tiltölulega nýr í senunni, hef verið virkur í um það bil 2 ár, en finnst mér ég hafa fundið stað af líkt þenkjandi einstaklingum og vil gjarnan aðstoða við félagið að bestu getu inn í framtíðina sem verður vonandi glæsileg þó máské þyrnum stráð líkt of oft vill vera.
Hvað ég hef til brunns að bera í þessu, verandi frekar nýr, eru mörg ár af lífsins reynslu undir beltinu þar sem ég hef þurft að tækla mörg verkefni hvort sem það kemur að skipulagsmálum, stjórnun á hinu og þessu sem og að vera drífandi burðarliður verkefnum innan annarra félagasamtaka.
Ég er ófeiminn í daglegu fasi og lítt hræddur við góð skoðanaskipti og finnst mér það mikilvægur þáttur til að stjórnin í sameiningu geti skilað verki sem hún og samfélagið í heild getur verið stolt af.
Þetta samfélag skiptir mig miklu máli og vandamál sem hafa komið upp á undanförnum misserum tengt utan að komandi álitum og ranghugmyndum hafa vegið þungt að mér og vil ég hjálpa eftir fremsta megni að rétta úr bátnum inn í tíð þar sem þannig ranghugmyndir eru ekki álag á sálir okkar kink fólks.