Utankjörfundaratkvæðum skal skilað til kjörnefndar í lokuðu umslagi, skv. félagslögum.
Athugið að til að atkvæðið sé gilt þarf sá sem skilar því að vera gildur meðlimur þegar kosning hefst.
Það hefur tíðkast að fólk skili utankjörfundaratkvæðum í tölvupósti til félagsins, en það er undir aðalfundi komið hvort þau atkvæði teljist gild.
Utankjörfundaratkvæði mega vera ítarlegar útskýringar á hvernig atkvæðum skal ráðstafað. T.d. ef frambjóðandi X nær ekki kjöri sem venjulegur stjórnarmeðlimur, en er einnig í framboði til varamanns, þá má útskýra að atkvæði til varamanns eigi að hljótast honum ef hann er í kosningunni en öðrum frambjóðanda ef hann er ekki í kosningunni. Við hvetjum ykkur til að hafa samband við okkur á facebook, FetLife eða í gegnum [email protected] ef þið ætlið að skila utankjörfundaratkvæði.
Hér er dæmi um utankjörfundaratkvæði:
Utankjörfundaratkvæði
Einfalt dæmi:
Félagi: BestaSvipan
- Ég kýs Birtu sem forman
- Ég kýs Eir og Jaka sem stjórnarmeðlimi
- Ég kýs ThePurpleSubbie sem varamann
Flóknara dæmi:
Félagi: Órækja Hannibalsson / TheDomlyDom
- Atkvæði mitt til formans hlýtur Birta Ástbjartsdóttir
- Atkvæði mín til stjórnarmeðlims hljóta:
- ThePurpleSubbie ef hán er í framboði
- Annars Frederic Smith
- Hitt atkvæðið hlýtur Eir Margrétarbur
- ThePurpleSubbie ef hán er í framboði
- Atkvæði mitt til varamanns hlýtur:
- ThePurpleSubbie ef hán er í framboði
- Annars Frederic Smith ef hann er í framboði
- Annars Þorlákur Ósk Eydal
- Ég kýs með því að Latexlepjarar fái aðild að BDSM á Íslandi.
- Ég er á móti lagabreytingatilögu númer 3, en hef ekki skoðun á öðrum lagabreytingatillögum.