Stefna stjórnar fyrir starfsárið 2022-2023

English below

Ný stjórn BDSM á Íslandi var kosin á aðalfundi sunnudaginn 20. mars sl. Stjórn hefur nú komið saman og sett sér stefnu fyrir starfsárið 2022-2023, eða fram að aðalfundi í mars 2023. Á þessu tímabili ætlar stjórn að leggja áherslu á fjögur svið:

  1. BDSM á Íslandi heldur minnst einn viðburð á mánuði. Stefnt er að því að drög að dagskrá séu kynnt með góðum fyrirvara og séu tilbúin og kynnt fyrir sumarönn og vetrarönn, eða tímabilið frá byrjun apríl og fram að haustfundi, og síðan frá haustfundi og fram að aðalfundi.
  2. Áhersla verður áfram lögð á heimasíðu félagsins. Félagslög verði uppfærð sem fyrst, svo nýjasta útgáfa þeirra sé ætíð aðgengileg á heimasíðu félagsins. Stórt mál á árinu er yfirferð persónuverndarstefnu félagsins í samræmi við staðla GDPR. Sett verði upp rafrænt skráningaform fyrir þau sem sækjast eftir aðild í félagið. Sjálfkrafa svar verði sent við skráningu, með upplýsingum um BDSM samfélagið á Íslandi, starfsemi félagsins, afsláttarkjör og fleiri hagnýt atriði. Unnið verður að aðgengismálum, heimasíðan gerð áferðafallegri og jafnframt auðlesanlegri í símum. Önnur áhersla er varðar aðgengi verður á að þýða grunnupplýsingar og aðra valda kafla á ensku, og langtíma markmið er að allt efni sem sett verður á síðuna sé aðgengilegt á bæði íslensku og ensku.
  3. Sýnileiki á samfélagsmiðlum.Áfram verði lögð áhersla á að pósta reglulega á Facebook og Fetlife. Stjórn athugi möguleikann á öðrum samfélagsmiðlum og fýsileikann á sýnileika þar. Efni verði póstað í tengslum við málefni líðandi stundar, eins og við á. Viðburðum og öðru efni frá samstarfsaðilum okkar verði dreift. Ekki er þó ætlast til að stjórn sé vakin og sofin að fylgjast með efni frá öðrum aðilum, heldur er það ábyrgð samstarfsaðila að hafa samband við okkur og biðja um dreifingu þegar þörf er á.
  4. Afslættir fyrir félagsfólk. Á árinu verði gert átak í að safna afsláttarkjörum fyrir félagsfólk, bæði hjá viðburðahöldurum og í verslunum sem nýst getur félagsfólki. Þessar upplýsingar verði aðgengilegar á heimasíðu og reglulega kynntar á samfélagsmiðlum.

Board policy for the operating year 2022-2023

A new board of BDSM in Iceland was elected at the Annual General Meeting on Sunday 20 March. The Board has now met and set a policy for the operating year 2022-2023, or until the Annual General Meeting in March 2023. During this period, the Board intends to focus on four areas:

  1. BDSM in Iceland holds at least one event per month. The agenda is announced well in advance and is ready and presented for the summer and winter semesters, or the period from the beginning of April until the autumn meeting, and then from the autumn meeting until the Annual General Meeting.
  2. Emphasis will continue to be placed on the company’s website. Company laws will be updated as soon as possible, so that their latest version is always available on the company’s website. A major issue this year is the review of the company’s privacy policy in accordance with GDPR standards. An electronic registration form will be set up for those applying for membership in the company. An automatic response will be sent upon registration, with information about the BDSM community in Iceland, the company’s activities, discount terms and other practical issues. We will work on accessibility issues, then make them more textured and at the same time easier to read on phones. Another emphasis regarding accessibility will be on translating basic information and other selected chapters into English, but the long-term goal is for all material that will be placed on the site to be accessible in both Icelandic and English.
  3. Visibility on social media. Emphasis will continue to be placed on posting regularly on Facebook and Fetlife. The board examines the possibility of other social media and the feasibility of visibility there. Content will be posted in connection with current affairs, as appropriate. Events and other material from our partners will be distributed. However, it is not expected that the board is awake and asleep to monitor material from other parties, but that it is a partner’s responsibility to contact us and ask for distribution when needed.
  4. Discounts for members. During the year, an effort will be made to collect discount terms for members, both at maintainers and in stores that can benefit members. This information will be accessible on the website and regularly promoted on social media.