Hér notum við orðin „drottnari“ og „undirlægja“ eftir skilgreiningu Íslenzku Orðabókar Menningarsjóðs útgefinni í Reykjavík 1978 (5. prentun) en ekki í skilgreiningunni að drottnari verði að vera karlmaður þar sem orðið er karlkyns og að undirlægja verði að vera kvenmaður þar sem orðið er kvenkyns.
Hér er textinn úr Íslenzku Orðabóka Menningarsjóðs:
„drottnari, -a, -ar k sá sem ríkir, stjórnandi.“
„undir- ….. -lægja, -u, -ur kv. 1 þræll, háður maður, sá sem er kúgaður af e-m öðrum; þrællyndur maður: undirlægjuháttur. 2 púta, frilla. 3 háð land, leppríki. 4 undirlag.“
Ef það hjálpar til við að skilgreina þessi orð þá má geta þess að ensku orðin innan enskumælandi BDSM hópanna eru:
Dom., Dominant, Dominatirx, eða Top fyrir drottnara
og
Sub, Submissive eða Bottom fyrir undirlægja.
Þér er velkomið að senda önnur hugsanleg íslensk orð sem taka yfir þessi hugtök til okkar eða bæta við athugasemdum á síðuna.
Ég myndi kannski vilja benda á orðið undirgefinn sem valmöguleika við orðið undilægja. Það er mín reynsla að undirgefnum hefur fundist það orð þægilegra þar sem orðið undirlægja vekur að einhverju leyti neikvæða ímynd á stundum.