Kampavín og rósir handa öllum

Þessi síða er óstjórnlegt sjálfshól þeirra aðila sem mest hafa dundað við að koma þessum vef upp þannig að þú lesandi góður getir byrjað að koma út úr og stækkað skápinn sem þú hefur byggt utan um BDSM áhuga þinn.

Hugmyndin um að koma upp fræðslu- og stuðningfélagi sem gæti leitt til fræðslu-, stuðning- samkvæmisfélags er ekki ný meðal okkar né meðal þeirra ótal annarra aðila sem hafa gefið okkur hugmyndir og hjálpað á hinn ýmsa veg. Þótt sumir félagarnir hafi haldið BDSM kynningarkvöld á Íslandi og aðrir verið meðlimir í BDSM félögum erlendis var hinsvegar var ekki farið að vinna að þessari hugmynd fyrir alvöru fyrr en í byrjun nóvember 1997. Þá þróaðist hugmyndin á þann veg að best og fljótlegast væri að koma upp vef sem gæti myndast um ákveðinn kjarni fólks með áhuga á BDSM í sinni víðustu sikilgreiningu.

Þú ert núna á þeim vef. Fyrsta opinbera útgáfan af vefnum – auðvitað miklu minni en hálfkláruðum – komst upp á varanlegt veffang á gamlársdag 1997.

BDSM á Íslandi var nafnið sem við sættumst á fyrir þennan óformlega (enn sem komið er) félagskap okkar – og þér er velkomið að bætast í hópinn.

BDSM áhugi hefur oft verið misskilinn af almenningi og því hefur BDSM áhugafólk ekki þorað að viðra áhuga sinn við elskhuga sína. Þetta hefur oft leitt til þess að mikilvægum þörfum og löngunum hefur ekki verið sinnt í annars mjög góðum ástarsamböndum. Við viljum hjálpa einstaklingum til að læra að tjá sig á þann hátt að þeir geti komið samböndum sínum á æðra form. Vegna þessa misskilnings almennings á BDSM, og fordómum þar með, hefur ótjáðum BDSM áhuga oft verið lýst á sama hátt og samkynhneigð – fólk er í skápnum. Það er kannski enginn tilgangur fyrir marga að koma út úr skápnum fyrir framan alþjóð en það er alveg nauðsynlegt andlegri heilsu þeirra og sambandanna sem þeir eru í að þeir geti hleypt elskhugum sínum inn í BDSM skápinn sinn.

Við óskum okkur sjálfum til hamingju með að vera komin á þetta fyrst stig – og gangi okkur vel í framtíðinni – og skápurinn okkar heldur áfram að stækka þótt við séum ekki komin út úr honum. Við bjóðum þér einnig að byggja brú á milli skápsins þíns og skápanna okkar þannig að í sameiningu getum við lært og stutt hvort annað í óhefðbundnu öruggu, samþykktu og meðvituðu kynlífsvali okkar.

Fyrir hönd BDSM á Íslandi, http://www.bdsm.is
[email protected]
Reykjavík, Ísland, 31. desember 1997

[email protected] (líka þekktur sem [email protected])

Magni, [email protected]

[email protected]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *