Endurskipulagning síðunnar

Með breyttum lögum félagsins fylgir endurskipulagning á síðunni, sem og mikil uppfærsla á því efni sem hér birtist. Búast má við einhverri röskun á aðgengi að efni á síðunni út vikuna vegna þessa og biðjumst við velvirðingar á því.

Athugasemdir varðandi uppfærslurnar má senda á notandann “Ernir” á síðunni Fetlife.com. Einnig má að sjálfsögðu senda tölvupóst á [email protected] og verður því þá komið til skila.

Sögur færðar af síðu félagsins

Þeir sem ötult fylgjast með síðu þessari hafa e.t.v. tekið eftir því að flokkurinn Sögur hefur verið fjarlægður af síðunni.

Ástæðan fyrir þessu er sú að á nýlegum stjórnarfundi bráðabrigðastjórnar BDSM á Íslandi var sú stefna mörkuð að félagið ætti fyrst og fremst að þjóna fræðslu- og kynningarhlutverki fyrir iðkendur sem og almenning. Þær erótísku sögur sem við höfum á höndum okkar þjóna því hlutverki ekki sérstaklega vel og hafa þær því verið fjarlægðar af vef þessum, í þeim tilgangi að sérhæfa hann sem upplýsingagátt.

Sögurnar eru þó ekki komnar í glatkistuna, enda mörg framlögin góð og engin ástæða til að halda þeim frá þeim sem þeirra vilja njóta. Nálgast má sögurnar á Fetlife-prófíl félagsins, bdsm_a_islandi. Tengil á Fetlife má finna í stikunni til hægri, undir “Erlendir vefir”.