SM: Í SM leik ríkir stjórn á hlutunum.
Ofbeldi: Það ríkir stjórnlaust ástand þegar ofbeldi á sér stað. SM: Fyrir SM leik er samið um hvað og hvað ekki kemur til með að eiga sér stað.
Ofbeldi: Ein manneskja ákveður hvað á sér stað.
SM: Allir hlutaðeigandi aðilar samþykkja leikinn.
Ofbeldi: Ekkert samþykki er fengið né sóst eftir því.
SM: Sá undirgefni getur notað öryggisorð (grænt – allt í góðu, gult – passa sig, fer að ganga og langt, og rautt – of langt gengið, stoppa skal leikinn) til að stöðva leikinn hvenær sem er af líkamlegum eða andlegum ástæðum.
Ofbeldi: Sá sem er verið að misþyrma á ekki möguleika á að stöðva atburðarásina.
SM: Öllum þáttakendum í SM leik er umhugað um þarfir, þrár og takmörk annarra.
Ofbeldi: Ekki er skeytt um þarfir, þrár eða takmörk þess misþyrmda.
SM: Þáttakendur í SM leik gæta þess að vera ekki undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.
Ofbeldi: Neysla áfengis eða vímuefna er oft undanfari ofbeldis.
SM: Öllum þáttakendum líður vel að loknum SM leik.
Ofbeldi: Fólki líður illa eftir að hafa komið nálægt ofbeldi.
Þessi umfjöllun var unnin upp úr yfirlýsing frá lesbísku kynlífsmafíunni (Lesbian Sex Mafia (LSM))
Lesbíska kynlífsmafían eru samtök fyrir lesbískar, tvíkynhneigðar, gagnkynhneigðar, og kynskiptingskonur sem hafa áhuga á að kanna SM, munalosta, BD, og hömlulausa kynferðistjáningu á öruggan, meðvitaðan og samþykktan hátt í fullum trúnaði. Nánari upplýsingar um lesbísku kynlífsmafíuna: Lesbian Sex Mafia (LSM): P.O. Box 993, Murray Hill Station, New York, NY 10156, 212-726-3844, [email protected]
9. mars 1998,
Dunbin Phelless
[email protected]