Dæmi um samning á milli Herra og ambáttar

Eftirfarandi samningur var sendur til okkar og við þökkum framlagið.  Samningur sem þessi getur hjálpað báðum aðilum í sambandinu við að finna það sem þeim langar og hjálpar mörgum við að halda sér í því hlutverki sem þeir hafa samið um.

Samningur við ambátt

Ég ____________________ heiti hér með að þjóna Herra mínum __________________ að fullu sem Herran óskar.

Eftir að ég hef verið samþykkt og tekin sem ambátt og eign Herra míns mun ég leytast við að þjóna  yður og þóknast á allan þann máta sem mér er fært.

Mun ég samt aldrei þóknast Herra mínum við að brjóta lög þesa lands eða annarra, né gera nokkuð það sem brýtur gegn minni betri vitund.

Sem eign Herra míns er mér skylt að hlýta þeim skipunum sem mér eru gefnar hverju sinni.

Einnig er mér það að fullu ljóst að ef ég óhlýðnast Herra mínum mun mér verða refsað í hlutfalli við þá óhlýðni sem ég dirfist að sýna Herra mínum. Sem ámbátt er mér skylt að þiggja og taka á móti þeim refsingum sem Herra minn gefur mér án þess að kvarta eða kveina. Slíkt hæfir ekki stöðu minni.

Þær refsingar er ég fæ mega aldrei fara yfir þau sársukastig sem ég hef sem manneskja, og eða skilja eftir varanleg merki á líkama mínum, eða orsaka skerta starfsorku í hverju sem atvinna mín fellst í.

Það er mitt að segja Herra mínum takmörk mín í sársauka þoli, ef Herra minn fer yfir þau mörk, mun ég alfarið slíta þessu sambandi, því Herra minn hefur allt mitt traust til að berja eða flengja mig eins og ég vil og þoli.

Eins lít ég svo á að þessi tegund af sambandi (BDSM) komi engum öðrum við en okkur.

Skal vera fullur trúnaður (100%) á milli okkar allan tíman sem sambandið varir.

Og skal aldrei rætt við nokkurn mann, hvorki í vinahóp og því síður á vinnustað tegund okkar sambands.

Ef Herra minn vill nota mig kynferðislega er mér skylt og ljúft að veita þá þjónustu með gleði, því ég mun njóta þess líka. Og með því tel ég samband mitt við Herra minn fullkomnað.

Kynferðislegur unaður Herra míns er einnig minnn unaður.

Gert í Reykjavík þann___________________


Samningur skrifaður af [email protected] og settur á vefinn þann 13. september 1998.

1 thought on “Dæmi um samning á milli Herra og ambáttar

 1. Ég er með þennan samning:

  Samningur við ambátt/þræl (submissive)

  Ég heiti hér með að þjóna Drottnara mínum BelluMorte að fullu, og í öllu því sem hún æskir af mér.

  Eftir að ég hef verið samþykkt(ur) og tekin(n) sem ambátt/þræll (sub/slave) og eign Drottnara míns mun ég leitast við að þjóna yður og þóknast á allan þann máta sem mér er fært.

  Mun ég samt aldrei þóknast Drottnara mínum við að brjóta lög þessa lands eða annara, né gera nokkuð það sem brýur gegn minni betri vitund.

  Sem eign Drottnara míns er mér skylt að hlíta þeim skipunum sem mér eru gefnar hverju sinni.

  Einnig er mér það að fullu ljóst að ef ég óhlýðnast Drottnara minum mun mér verða refsað í hlutfalli við þá óhlýdni sem ég dirfist að sýna Drottnara mínum. Sem ambátt/þræll er mér það skylt að þiggja og taka á móti þeim refsingum sem Drottnari minn gerir mér án þess að kvarta eða kveina. Annað hæfir ekki stöðu minni.

  Þær refsingar er ég fæ mega aldrei fara yfir þau sársukastig sem ég hef sem manneskja, og eða skilja eftir varanleg merki á líkama mínum, eða orsaka skerta starfsorku í hverju sem atvinna mín fellst í.

  Það er mitt að segja Drottnara minum frá takmörkum mínum varðandi sársaukaþol. Ef Drottnari minn fer yfir þau mörk, mun ég alfarið slita þessu sambandi, því Drottnari minn hefur allt mitt traust til að berja eða flengja mig eins og ég vil og þoli.

  Fullur trúnaður (100%) skal vera á milli okkar allan tímann sem sambandið varir.

  Eins lít ég svo á að þessi tegund af sambandi (BDSM) komi engum öðrum við en okkur. Eðli okkar sambands skal aldrei rætt við nokkurn óviðkomandi. Hvort sem er í vina eða ættingjahóp og því síður á vinnustað.

  Ef ég hef samþykkt kynferðislegt samband við drottnara minn er það gert með fullri vitund minni og skal taka slíkt frarn í samningi þessum.
  Sé ég hins vegar ekki samþykk/ur slíku skal það líka tekið fram í samningi þessum og skal Drottnari minn virða það eins og ég virði hans vald.

  Það sem ég er reiðubúin/n að gera er:

  Það sem ég er ekki reiðubúin að gera er:

  Ég óska eftir kynferðislegu sambandi við Drottnara minn: Já ( ) Nei ( )

  Ef ég eða Drottnari minn æskjum breytinga á þessum samningi skal það gert á þennan máta og lofa þá báðir aðilar að virða þá bón og taka til greina:

  Að báðir aðilar setjist niður og ræði málin í hreinskilni og kærleika.

  Að lokum lofa ég því að ef að ég verð fyrir misbeitingu valds drottnara míns að láta forsvarsmenn senunnar vita af því svo að aðrir submissive einstaklingar lendi ekki í því sem gæti flokkast sem gróf misnotkim á trausti því sem gilda skal milli Drottnara og ambáttar/þræls.

  Undirskrift beggja aðila

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *