Munch, bdsm ball og fleira…

Bdsm.is er lifandi.  Já, þú lest rétt, samfélagið hefur endurnýjað sig með nýju blóði og er farið aftur af stað.

—-

Munch eru komin að stað bæði á Akureyri og í Reykjavík.  En “Munch” er einfaldlega hittingur á kaffihúsi. Venjulegur klæðnaður, umræður um hvað sem fólki dettur í hug að ræða. Munchin sjálf eru í raun ótengd bdsm.is en öllum er velkomið að mæta.

Reykjavík: Núverandi staðsetning er Gay 46 á Hverfisgötu 46, 101 Reykjavík. Fyrsta miðvikudag hvers mánaðar og mánudag í þriðju viku hvers mánaðar.

Akureyri/Norðurland: Það er munch haldið fyrsta mánudag hvers mánaðar á efri hæðinni á Café Amor. Munchið byrjar Klukkan 20:00.  Akureyrar munchið er ekki jafn reglulegt þó, hægt er að senda skeiti á mig hér inni og ég get bent ykkur á heimasíðu þar sem hægt er að fá nákvæmari dagssetningar ef áhugi er.

—–

Verið er að vinna í því að halda aðalfund bdsm.is á nýjann leik.  Markmiðið er að kjósa nýja stjórn og koma félaginu aftur í gang.

Einnig er búið að ákveða að halda bdsm ball með fetish theme í Ágúst/haust.  Dagssetning er þó ekki ákveðin enn.  Nánari upplýsingar um bæði aðalfundinn og ballið koma síðar, þá meðal annars hingað inn.

kv samvimes