Námskeiðið í fjötrun sem áður var auglýst verður haldið á efri hæð Ölsmiðjunnar, Lækjargötu 10.
Monthly Archives: October 2013
Námskeið: Fjötrun 101
Miðvikudaginn 30. október næstkomandi, 20:00 til 23:00, verður Grunnnámskeið í fjötrun.
Farið verður meðal annars yfir tilgang fjötrunar, helstu gerðir fjötra og öryggisatriði.
Námskeiðið er í formi fyrirlesturs og sýnikennslu. Ekki er þörf á að koma með fjötrunarfélaga eða fjötra á námskeiðið.
Námskeiðið er ekki síður fyrir bandingja eins og bindara. Námskeiðsgjaldið er 2000 kr. en frítt á námskeiðið fyrir meðlimi BDSM á Íslandi. Hægt er að gerast meðlimur í félaginu á staðnum.
Staðsetning auglýst þegar nær dregur.
Öryggis- og kynningarnámskeið: Frekari upplýsingar
Öryggis- og kynningarnámskeiðið 16. október verður haldið á Ölsmiðjunni, Lækjargötu 10 í Reykjavík, klukkan 8:00 að kvöldi.
Öryggis- og kynningarnámskeið
Í uppsiglingu er ný hrina námskeiða á vegum BDSM á Íslandi. Fyrsta námskeiðið er öryggis- og kynningarnámskeið sem verður haldið 16. október næstkomandi. Tímasetning er 8:00 – 10:00 að kvöldi, en staðsetning verður ljós þegar nær dregur.
Námskeiðið er einkum ætlað fólki sem er að taka sín fyrstu skref í BDSM en er einnig góð upprifjun á öryggisþáttum og viðbrögðum við áföllum í leik fyrir lengra komna.
Efnisatriði:
- Hvað er BDSM
- BDSM á Íslandi
- Samþykki
- Öryggisorð
- Smitvarnir
- Fyrstu skrefin í BDSM
- Vandamál og viðbrögð við þeim