Öryggis- og kynningarnámskeið

Í uppsiglingu er ný hrina námskeiða á vegum BDSM á Íslandi. Fyrsta námskeiðið er öryggis- og kynningarnámskeið sem verður haldið 16. október næstkomandi. Tímasetning er 8:00 – 10:00 að kvöldi, en staðsetning verður ljós þegar nær dregur.

Námskeiðið er einkum ætlað fólki sem er að taka sín fyrstu skref í BDSM en er einnig góð upprifjun á öryggisþáttum og viðbrögðum við áföllum í leik fyrir lengra komna.

Efnisatriði:

  • Hvað er BDSM
  • BDSM á Íslandi
  • Samþykki
  • Öryggisorð
  • Smitvarnir
  • Fyrstu skrefin í BDSM
  • Vandamál og viðbrögð við þeim

Leave a Reply

Your email address will not be published.