Aðalfundur BDSM á Íslandi 2015

Miðvikudaginn 4. mars næstkomandi verður haldinn aðalfundur BDSM á Íslandi á Vínsmakkaranum, Laugavegi 73 klukkan 20:00.

Á dagskrá eru:

 1. Skýrsla stjórnar og reikningar
 2. Lagabreytingar
 3. Kosning þriggja nýrra stjórnarmanna og formanns
 4. Aukið samstarf við SMIL í Noregi
 5. Önnur mál

Tillögur að lagabreytingum þurfa að berast stjórn að lágmarki viku fyrir aðalfund.

Aukaaðalfundur BDSM á Íslandi

Stjórn BDSM á Íslandi boðar til aukaaðalfundar félagsmanna 15. september. Fundurinn mun eiga sér stað á undan hefðbundnu mánudagsmunchi, færist munch aftur sem nemur lengd fundarins.

Á dagskrá aukaaðalfundar eru eftirfarandi atriði:

 • Kosning um lagabreytingatillögu til að leyfa stofnun trúnaðarráðs BDSM á Íslandi.
 • Kosning nýs stjórnarmeðlims til að sitja út stjórnartímabil Strangeling, sem hefur sagt sig úr stjórn.
 • Kosning í trúnaðarráð, verði stofnun ráðsins samþykkt.
 • Önnur mál.

Minnt er á að allar lagabreytingatillögur þurfa að hafa borist stjórn með staðfestum hætti minnst tveimur vikum fyrir fundinn. Stjórn auglýsir allar tillögur minnst viku fyrir fundinn.

Auk lagabreytingatillagna er hægt að leggja mál fyrir fundinn, vilji félagsmenn að mál séu rædd á fundinum eða að fundurinn taki til þeirra afstöðu.

Eingöngu gildir félagsmenn hafa atkvæðisrétt á fundinum.

Freakout 2014

Freakout 2014 verður haldið laugardaginn 16. ágúst næstkomandi Classic Rock Sportbar, Ármúla 5. Húsið opnar klukkan 8 að kvöldi.

Um er að ræða nokkurs konar árshátíð BDSM, fetish og kink-friendly fólks. Fetish/BDSM/Alternative dresscode verður á staðnum.

Miðaverð við dyr er 4000 krónur.

Miðaverð í forsölu (opin til 15. ágúst) er 3000 krónur. Til þess má leggja inn á reikning félagsins (KT: 491199-2969, BN: 0515-26-004911). Þá þarf að senda kvittun á [email protected] með skýringunni freakout+nafn. Nafnið sem gefið er upp verður þá sett á gestalista.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest!

Drusluganga 2014

Enn þann dag í dag eru klæðnaður, fas og drykkja talin gegn þolendum kynferðisofbeldis. Drusluskömmun er ríkjandi.

Á morgun, laugardaginn 26. júlí, verður Druslugangan haldin í fjórða sinn. Við hvetjum fólk til að fjölmenna og færa skömmina þangað sem hún á heima.

Sjá nánar á Facebook-viðburði göngunnar.

FREAKOUT ICELAND 2014

Takið laugardaginn 16. ágúst frá, því nú fer að líða að því sem allir hafa beðið eftir í nær ár: FREAKOUT ICELAND 2014!

Freakout er stærsti og skemmtilegasti BDSM- og Fetish-viðburður sem haldinn er á landinu ár hvert. Að venju verða plötusnúðar, skemmtiatriði og leiksvæði á staðnum.

Frekari upplýsingar koma þegar nær dregur.

Félagsfundur BDSM á Íslandi

Stjórn BDSM á Íslandi boðar til almenns félagsfundar mánudaginn næsta, hinn 19. maí.

Fundurinn verður haldinn klukkan 21 á Ölsmiðjunni, Lækjargötu 10. Rennur dagskrá fundarins saman við munchið sem haldið er þennan dag.

Stjórnarmeðlimir verða til viðtals varðandi verkefni sem unnist hafa síðan á síðasta aðalfundi sem og þau verkefni sem fyrir liggja.

Aðalfundur BDSM á Íslandi 2014

Miðvikudaginn 5. mars næstkomandi verður haldinn Aðalfundur BDSM á Íslandi, klukkan 20:00 á efri hæð Ölsmiðjunnar í Lækjargötu 10, 101 Reykjavík.

Aðalfundur er æðsta vald félagsins og tekur þær ákvarðanir um starfsemi félagsins sem þörf er á. Allar lagabreytingar eða tillögur um að leggja félagið niður skulu hafa borist stjórn félagsins skriflega eða rafrænt með staðfestum hætti, minnst tveimur vikum fyrir fundinn og vera auglýstar af stjórn félagsins eigi síðar en viku fyrir fundinn. Rétt til fundarsetu og atkvæðaréttar á aðalfundi hafa þeir félagsmenn sem skuldlausir eru við félagið. Félagsmaður telst sá einstaklingur sem greitt hefur félagsgjald. Greiða skal félagsgjald hvers árs á aðalfundi eða fyrir aðalfund þess árs.

Í samræmi við lög félagsins skal dagskrá Aðalfundar vera eftirfarandi:

 1. Skýrsla stjórnar og reikningar
 2. Lagabreytingar
 3. Kosningar í stjórn og embætti
 4. Önnur mál

Í samræmi við lög félagsins skal á Aðalfundi kjósa formann til eins árs í senn, einnig skal kjósa þrjá stjórnarmeðlimi, hvern til tveggja ára í senn. Ef kjörtímabil landsbyggðarfulltrúa rennur út á viðkomandi aðalfundi skal þó ekki kjósa þrjá stjórnarmeðlimi, heldur einungis tvo. Deildir utan Reykjavíkur kjósa sér landsbyggðarfulltrúa með eigin hætti, án viðkomu Reykjavíkurdeildar. Lög félagsins í heild má nálgast hér: http://bdsm.is/um/log/

 Að þessu sinni er kjörtímabil landsbyggðarfulltrúa að renna úr og því þurfa deildir eða meðlimir utan Reykjavíkur að kjósa sér landsbyggðarfulltrúa með hverjum þeim hætti sem þeir koma sér saman um, án viðkomu Reykjavíkurdeildar. Landsbyggðarfulltrúi er kosinn til tveggja ára. Komi deildir utan Reykjavíkur sér ekki saman um landsbyggðarfulltrúa fyrir aðalfund skal kjósa í stöðu hans á aðalfundi. Á fundinum verður því kosið í stöðu formanns, í eitt ár, auk þess sem tveir stjórnarmeðlimir verða kosnir til tveggja ára. Framboðsrétt hafa þeir félagsmenn sem skuldlausir eru við félagið og fara eftir lögum þess. Félagsmaður telst sá einstaklingur sem greitt hefur félagsgjald.

Flengi og hýðingarnámskeið

Fimmtudaginn næstkomandi, 28. nóvember klukkan 8 að kvöldi verður haldið námskeið í flengingum og hýðingum á Ölsmiðjunni, Lækjargötu 10.

Hvar má slá, með hverju og hversu fast er meginefni námskeiðsins. Einnig verður farið í tilgang hýðinga og uppbyggingu á hýðingarleikjum.

Verðið á námskeiðið er 2000 kr. en frítt fyrir félagsmenn BDSM á Íslandi.