Námskeiðið í fjötrun sem áður var auglýst verður haldið á efri hæð Ölsmiðjunnar, Lækjargötu 10.
Author Archives: Vefumsjón
Námskeið: Fjötrun 101
Miðvikudaginn 30. október næstkomandi, 20:00 til 23:00, verður Grunnnámskeið í fjötrun.
Farið verður meðal annars yfir tilgang fjötrunar, helstu gerðir fjötra og öryggisatriði.
Námskeiðið er í formi fyrirlesturs og sýnikennslu. Ekki er þörf á að koma með fjötrunarfélaga eða fjötra á námskeiðið.
Námskeiðið er ekki síður fyrir bandingja eins og bindara. Námskeiðsgjaldið er 2000 kr. en frítt á námskeiðið fyrir meðlimi BDSM á Íslandi. Hægt er að gerast meðlimur í félaginu á staðnum.
Staðsetning auglýst þegar nær dregur.
Öryggis- og kynningarnámskeið: Frekari upplýsingar
Öryggis- og kynningarnámskeiðið 16. október verður haldið á Ölsmiðjunni, Lækjargötu 10 í Reykjavík, klukkan 8:00 að kvöldi.
Öryggis- og kynningarnámskeið
Í uppsiglingu er ný hrina námskeiða á vegum BDSM á Íslandi. Fyrsta námskeiðið er öryggis- og kynningarnámskeið sem verður haldið 16. október næstkomandi. Tímasetning er 8:00 – 10:00 að kvöldi, en staðsetning verður ljós þegar nær dregur.
Námskeiðið er einkum ætlað fólki sem er að taka sín fyrstu skref í BDSM en er einnig góð upprifjun á öryggisþáttum og viðbrögðum við áföllum í leik fyrir lengra komna.
Efnisatriði:
- Hvað er BDSM
- BDSM á Íslandi
- Samþykki
- Öryggisorð
- Smitvarnir
- Fyrstu skrefin í BDSM
- Vandamál og viðbrögð við þeim
Endurskipulagning síðunnar
Með breyttum lögum félagsins fylgir endurskipulagning á síðunni, sem og mikil uppfærsla á því efni sem hér birtist. Búast má við einhverri röskun á aðgengi að efni á síðunni út vikuna vegna þessa og biðjumst við velvirðingar á því.
Athugasemdir varðandi uppfærslurnar má senda á notandann “Ernir” á síðunni Fetlife.com. Einnig má að sjálfsögðu senda tölvupóst á [email protected] og verður því þá komið til skila.
Aukaaðalfundur og lagabreytingatillögur – niðurstaða
Lagabreytingatillögur stjórnar gengu í gegn, með nokkrum athugasemdum og leiðréttingum. Endurbætt útgáfa laganna mun birtast á vef þessum von bráðar.
Formannsumboð Sadomaso var endurnýjað. Einnig bættust tveir nýir meðlimir, Epilogue og Ormstunga, við stjórn og bjóðum við þá velkomna til starfa. Uppbygging stjórnar er nú eftirfarandi:
Epilogue
Ernir (Ritari)
Fishondryland
Helo_Agathon*
Ormstunga (Landsbyggðarfulltrúi)
Sadomaso (Formaður)
Strangeling (Gjaldkeri)
*breytt nafn, áður JeriRyan
Aukaaðalfundur og lagabreytingatillögur
Aukaaðalfundur BDSM á Íslandi verður haldinn klukkan 8 að kvöldi á Bar 46, mánudaginn 27. maí.
Til umræðu á fundinum eru lagabreytingatillögur stjórnar, sem og kosning um þær. Gangi þær í gegn mun einnig þurfa að kjósa tvo nýja stjórnarmeðlimi.
Dagskrá vikunnar
Tveir atburðir eru á döfinni í þessari viku: Annars vegar nýliðamunch sem haldið verður í kvöld (22/04/13) klukkan 8, á Bar 46 við Hverfisgötu að venju.
Hins vegar er grundvallarnámskeið í bindingum, sem haldið verður á sama stað, klukkan 8 á fimmtudaginn (25/04/13). Aðgangur er ókeypis fyrir meðlimi félagsins, 1000 krónur fyrir aðra.
Fleiri námskeið eru á döfinni, en þau verða auglýst þegar staðsetning þeirra verður ljós.
Aðalfundur – fundargerð og ný stjórn
Aðalfundur BDSM á Íslandi 24.mars 2013 er nú afstaðinn.
Mættir: 19
Lesin var yfir skýrsla fráfarandi bráðabirgðastjornar.
Geir_fesseln fór yfir fjármál síðustu rétt kjörinnar stjórnar og lagði fram reikninga félagsins.
Farið var yfir bæði gömlu lögin og lagabreytingatillögur.
Ákveðið var að halda aukaaðalfund til þess að meðlimir félagsins hefðu löglegt svigrúm til þess að kynna sér lögin og fyrirlagðar lagabreytingar.
Í kjölfarið var kosið eftir núgildandi kosningalögum.
Eftifarandi aðilar voru kosnir í stjórn (dulnefni félaga):
Strangeling
Sadomaso
Ernir
Fishondryland
JeriRyan
Áminning: Aðalfundur í kvöld!
Við viljum minna á aðalfundinn í kvöld!