Aukaaðalfundur BDSM á Íslandi

Stjórn BDSM á Íslandi boðar til aukaaðalfundar félagsmanna 15. september. Fundurinn mun eiga sér stað á undan hefðbundnu mánudagsmunchi, færist munch aftur sem nemur lengd fundarins.

Á dagskrá aukaaðalfundar eru eftirfarandi atriði:

  • Kosning um lagabreytingatillögu til að leyfa stofnun trúnaðarráðs BDSM á Íslandi.
  • Kosning nýs stjórnarmeðlims til að sitja út stjórnartímabil Strangeling, sem hefur sagt sig úr stjórn.
  • Kosning í trúnaðarráð, verði stofnun ráðsins samþykkt.
  • Önnur mál.

Minnt er á að allar lagabreytingatillögur þurfa að hafa borist stjórn með staðfestum hætti minnst tveimur vikum fyrir fundinn. Stjórn auglýsir allar tillögur minnst viku fyrir fundinn.

Auk lagabreytingatillagna er hægt að leggja mál fyrir fundinn, vilji félagsmenn að mál séu rædd á fundinum eða að fundurinn taki til þeirra afstöðu.

Eingöngu gildir félagsmenn hafa atkvæðisrétt á fundinum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *