Aðalfundur BDSM á Íslandi 2015

Miðvikudaginn 4. mars næstkomandi verður haldinn aðalfundur BDSM á Íslandi á Vínsmakkaranum, Laugavegi 73 klukkan 20:00.

Á dagskrá eru:

 1. Skýrsla stjórnar og reikningar
 2. Lagabreytingar
 3. Kosning þriggja nýrra stjórnarmanna og formanns
 4. Aukið samstarf við SMIL í Noregi
 5. Önnur mál

Tillögur að lagabreytingum þurfa að berast stjórn að lágmarki viku fyrir aðalfund.

Aukaaðalfundur BDSM á Íslandi

Stjórn BDSM á Íslandi boðar til aukaaðalfundar félagsmanna 15. september. Fundurinn mun eiga sér stað á undan hefðbundnu mánudagsmunchi, færist munch aftur sem nemur lengd fundarins.

Á dagskrá aukaaðalfundar eru eftirfarandi atriði:

 • Kosning um lagabreytingatillögu til að leyfa stofnun trúnaðarráðs BDSM á Íslandi.
 • Kosning nýs stjórnarmeðlims til að sitja út stjórnartímabil Strangeling, sem hefur sagt sig úr stjórn.
 • Kosning í trúnaðarráð, verði stofnun ráðsins samþykkt.
 • Önnur mál.

Minnt er á að allar lagabreytingatillögur þurfa að hafa borist stjórn með staðfestum hætti minnst tveimur vikum fyrir fundinn. Stjórn auglýsir allar tillögur minnst viku fyrir fundinn.

Auk lagabreytingatillagna er hægt að leggja mál fyrir fundinn, vilji félagsmenn að mál séu rædd á fundinum eða að fundurinn taki til þeirra afstöðu.

Eingöngu gildir félagsmenn hafa atkvæðisrétt á fundinum.

Félagsfundur BDSM á Íslandi

Stjórn BDSM á Íslandi boðar til almenns félagsfundar mánudaginn næsta, hinn 19. maí.

Fundurinn verður haldinn klukkan 21 á Ölsmiðjunni, Lækjargötu 10. Rennur dagskrá fundarins saman við munchið sem haldið er þennan dag.

Stjórnarmeðlimir verða til viðtals varðandi verkefni sem unnist hafa síðan á síðasta aðalfundi sem og þau verkefni sem fyrir liggja.

Aðalfundur BDSM á Íslandi 2014

Miðvikudaginn 5. mars næstkomandi verður haldinn Aðalfundur BDSM á Íslandi, klukkan 20:00 á efri hæð Ölsmiðjunnar í Lækjargötu 10, 101 Reykjavík.

Aðalfundur er æðsta vald félagsins og tekur þær ákvarðanir um starfsemi félagsins sem þörf er á. Allar lagabreytingar eða tillögur um að leggja félagið niður skulu hafa borist stjórn félagsins skriflega eða rafrænt með staðfestum hætti, minnst tveimur vikum fyrir fundinn og vera auglýstar af stjórn félagsins eigi síðar en viku fyrir fundinn. Rétt til fundarsetu og atkvæðaréttar á aðalfundi hafa þeir félagsmenn sem skuldlausir eru við félagið. Félagsmaður telst sá einstaklingur sem greitt hefur félagsgjald. Greiða skal félagsgjald hvers árs á aðalfundi eða fyrir aðalfund þess árs.

Í samræmi við lög félagsins skal dagskrá Aðalfundar vera eftirfarandi:

 1. Skýrsla stjórnar og reikningar
 2. Lagabreytingar
 3. Kosningar í stjórn og embætti
 4. Önnur mál

Í samræmi við lög félagsins skal á Aðalfundi kjósa formann til eins árs í senn, einnig skal kjósa þrjá stjórnarmeðlimi, hvern til tveggja ára í senn. Ef kjörtímabil landsbyggðarfulltrúa rennur út á viðkomandi aðalfundi skal þó ekki kjósa þrjá stjórnarmeðlimi, heldur einungis tvo. Deildir utan Reykjavíkur kjósa sér landsbyggðarfulltrúa með eigin hætti, án viðkomu Reykjavíkurdeildar. Lög félagsins í heild má nálgast hér: http://bdsm.is/um/log/

 Að þessu sinni er kjörtímabil landsbyggðarfulltrúa að renna úr og því þurfa deildir eða meðlimir utan Reykjavíkur að kjósa sér landsbyggðarfulltrúa með hverjum þeim hætti sem þeir koma sér saman um, án viðkomu Reykjavíkurdeildar. Landsbyggðarfulltrúi er kosinn til tveggja ára. Komi deildir utan Reykjavíkur sér ekki saman um landsbyggðarfulltrúa fyrir aðalfund skal kjósa í stöðu hans á aðalfundi. Á fundinum verður því kosið í stöðu formanns, í eitt ár, auk þess sem tveir stjórnarmeðlimir verða kosnir til tveggja ára. Framboðsrétt hafa þeir félagsmenn sem skuldlausir eru við félagið og fara eftir lögum þess. Félagsmaður telst sá einstaklingur sem greitt hefur félagsgjald.

Námskeið: Fjötrun 101

Miðvikudaginn 30. október næstkomandi, 20:00 til 23:00, verður Grunnnámskeið í fjötrun.

Farið verður meðal annars yfir tilgang fjötrunar, helstu gerðir fjötra og öryggisatriði.

Námskeiðið er í formi fyrirlesturs og sýnikennslu. Ekki er þörf á að koma með fjötrunarfélaga eða fjötra á námskeiðið.

Námskeiðið er ekki síður fyrir bandingja eins og bindara. Námskeiðsgjaldið er 2000 kr. en frítt á námskeiðið fyrir meðlimi BDSM á Íslandi. Hægt er að gerast meðlimur í félaginu á staðnum.

Staðsetning auglýst þegar nær dregur.

Aukaaðalfundur og lagabreytingatillögur – niðurstaða

Lagabreytingatillögur stjórnar gengu í gegn, með nokkrum athugasemdum og leiðréttingum. Endurbætt útgáfa laganna mun birtast á vef þessum von bráðar.

Formannsumboð Sadomaso var endurnýjað. Einnig bættust tveir nýir meðlimir, Epilogue og Ormstunga, við stjórn og bjóðum við þá velkomna til starfa. Uppbygging stjórnar er nú eftirfarandi:

Epilogue
Ernir (Ritari)
Fishondryland
Helo_Agathon*
Ormstunga (Landsbyggðarfulltrúi)
Sadomaso (Formaður)
Strangeling (Gjaldkeri)

*breytt nafn, áður JeriRyan

Aðalfundur – fundargerð og ný stjórn

Aðalfundur BDSM á Íslandi 24.mars 2013 er nú afstaðinn.

Mættir: 19

Lesin var yfir skýrsla fráfarandi bráðabirgðastjornar.

Geir_fesseln fór yfir fjármál síðustu rétt kjörinnar stjórnar og lagði fram reikninga félagsins.

Farið var yfir bæði gömlu lögin og lagabreytingatillögur.

Ákveðið var að halda aukaaðalfund til þess að meðlimir félagsins hefðu löglegt svigrúm til þess að kynna sér lögin og fyrirlagðar lagabreytingar.

Í kjölfarið var kosið eftir núgildandi kosningalögum.

Eftifarandi aðilar voru kosnir í stjórn (dulnefni félaga):

Strangeling
Sadomaso
Ernir
Fishondryland
JeriRyan