(English translation will be available tomorrow)
Viðbót við 3.2
Greiði félagi ekki félagsgjald sjö ár í röð, telst hán ekki félagi lengur og er nafn háns tekið úr félagaskrá. Háni er þó ætíð frjálst að ganga í félagið aftur, kjósi hán svo.
Viðbót við 3.3
Hafi félagi ekki greitt félagagjöld sjö ár í röð, verður upplýsingum um hán eytt úr gögnum félagsins.
Viðbót við 5.1
Aðalfundurinn er einnig fjarfundur. Eingöngu gildir félagar mega fá aðgang að fjarfundinum.
Þau sem sitja fundinn í gegnum fjarfundinn hafa sama rétt og önnur á fundinum og þarf að gæta að því að fundarstjórn nái til fjarfundar og að kosningar séu með þeim hætti að fjarfundur geti kosið leynilega.
Ný lagagrein. 5.2 (aðrar í 5. grein færast niður):
Aðalfundur kýs stjórn félagsins eins og nánar er tiltekið í þessum lögum. Kjörgeng eru þau sem eru fullgildir félagar þegar kosning hefst.
Breyting á lagagrein 3.6. Bætt inn á undan þriðju málsgrein.
Sé stjórnarmeðlimur rekinn úr félaginu telst hán ekki lengur stjórnarmeðlimur.
3.6 eftir breytingu:
Hagsmunafélög, hópar eða einstaklingar sem brjóta gegn lögum félagsins skal tafarlaust vísað úr félaginu.
Stjórn getur vísað hagsmunafélögum, hópum eða einstaklingum úr félaginu telji hún tilefni til þess.
Sé stjórnarmeðlimur rekinn úr félaginu telst hán ekki lengur stjórnarmeðlimur.
Sætti hlutaðeigandi sig ekki við úrskurð stjórnar um brottrekstur getur hán skotið máli sínu til félagsfundar.
Stjórn félagsins styður kæruferli í öllum málum sem upp kunna að koma.
Breyting á lagagrein 5.8
Liður 4 í dagskrá aðalfundar færist niður fyrir kosningar.
Lagagrein 5.8 eftir breytingu:
Aðalfundur starfar samkvæmt eftirfarandi dagskrá:
- Kosning fundarstjóra og ritara
- Lögmæti aðalfundar staðfest
- Skýrsla stjórnar og reikningar
- Kosning formanns
- Kosning stjórnar
- Kosning varafulltrúa í stjórn
- Kosning í önnur embætti
a) Skoðunarmaður reikninga
b) Önnur embætti - Lagabreytingar
- Önnur mál