Freakout 2014

Freakout 2014 verður haldið laugardaginn 16. ágúst næstkomandi Classic Rock Sportbar, Ármúla 5. Húsið opnar klukkan 8 að kvöldi.

Um er að ræða nokkurs konar árshátíð BDSM, fetish og kink-friendly fólks. Fetish/BDSM/Alternative dresscode verður á staðnum.

Miðaverð við dyr er 4000 krónur.

Miðaverð í forsölu (opin til 15. ágúst) er 3000 krónur. Til þess má leggja inn á reikning félagsins (KT: 491199-2969, BN: 0515-26-004911). Þá þarf að senda kvittun á [email protected] með skýringunni freakout+nafn. Nafnið sem gefið er upp verður þá sett á gestalista.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest!

FREAKOUT ICELAND 2014

Takið laugardaginn 16. ágúst frá, því nú fer að líða að því sem allir hafa beðið eftir í nær ár: FREAKOUT ICELAND 2014!

Freakout er stærsti og skemmtilegasti BDSM- og Fetish-viðburður sem haldinn er á landinu ár hvert. Að venju verða plötusnúðar, skemmtiatriði og leiksvæði á staðnum.

Frekari upplýsingar koma þegar nær dregur.

Dagskrá vikunnar

Tveir atburðir eru á döfinni í þessari viku: Annars vegar nýliðamunch sem haldið verður í kvöld (22/04/13) klukkan 8, á Bar 46 við Hverfisgötu að venju.

Hins vegar er grundvallarnámskeið í bindingum, sem haldið verður á sama stað, klukkan 8 á fimmtudaginn (25/04/13). Aðgangur er ókeypis fyrir meðlimi félagsins, 1000 krónur fyrir aðra.

Fleiri námskeið eru á döfinni, en þau verða auglýst þegar staðsetning þeirra verður ljós.

Aðalfundur BDSM á Íslandi

Aðalfundur BDSM á Íslandi verður haldinn 24. mars næstkomandi að Hverfisgötu 46 í Reykjavík, klukkan 8 að kvöldi.

Eftirfarandi er á dagskrá fundarins:

  • Skýrsla bráðabrigðastjórnar
  • Kosning um lagabreytingatillögur
  • Kosning í stjórn BDSM á Íslandi
  • Tilfallandi mál

Til að öðlast atkvæðisrétt í kosningum sem fram fara á fundinum skal greiða árgjald félagsins, sem er 2000 krónur. Þegar gjaldið hefur verið greitt telst viðkomandi meðlimur í félaginu starfsárið 2013.

Við hvetjum alla sem málið varðar til að mæta og láta ljós sitt og atkvæði skína.

Endurvakning BDSM á Íslandi – núverandi staða

Endurvakning BDSM á Íslandi er nú í fullum gangi.

Bráðabirgðastjórn félagsins tók við taumunum 27. nóvember síðastliðinn. Fyrirliggjandi verkefni eru nokkur, en þar má helst nefna:

  • Skipulagningu aðalfundar, sem núverandi áætlun gerir ráð fyrir að verði undir lok janúar
  • hönnun nýs logos fyrir félagið
  • stofnun og stefnumótun Facebook-síðu félagsins
  • endurvakningu síðunnar BDSM.is, sem hefst hér með.

Félagslíf BDSM-iðkenda hefur staðið óslitið síðan í sumar. Munch hafa verið haldin í Reykjavík samkvæmt fyrirkomulagi því sem lýst var í síðustu færslu og hafa þau jafnan verið fjölsótt. Munchin á Akureyri hafa færst til, en upplýsingar um tíma- og staðsetningar þeirra má nálgast á Fetlife.com eða með fyrirspurn á tölvupóstfang félagsins (sjá að neðan). Einnig hafa verið haldin örnámskeið í fjötrun og hýðingum sem og leikpartý. Ný af nálinni í félagslífinu eru svokölluð nýliðamunch, en þangað hafa þeir sem nýrri eru í senunni sótt til að kynnast öðrum í svipaðri stöðu við afslappaðar aðstæður. Þau hafa verið haldin með óreglulegum hætti, en verða héðan í frá auglýst hér.

Netumræða íslenskra BDSM-iðkenda hefur síðustu mánuði að mestu leyti farið fram á síðunni Fetlife.com. Þeir sem áhugasamir eru um stöðu mála er bent á að líta þar við. Einnig má sem fyrr senda skeyti á tölvupóstfang félagsins, [email protected]

Munch, bdsm ball og fleira…

Bdsm.is er lifandi.  Já, þú lest rétt, samfélagið hefur endurnýjað sig með nýju blóði og er farið aftur af stað.

—-

Munch eru komin að stað bæði á Akureyri og í Reykjavík.  En “Munch” er einfaldlega hittingur á kaffihúsi. Venjulegur klæðnaður, umræður um hvað sem fólki dettur í hug að ræða. Munchin sjálf eru í raun ótengd bdsm.is en öllum er velkomið að mæta.

Reykjavík: Núverandi staðsetning er Gay 46 á Hverfisgötu 46, 101 Reykjavík. Fyrsta miðvikudag hvers mánaðar og mánudag í þriðju viku hvers mánaðar.

Akureyri/Norðurland: Það er munch haldið fyrsta mánudag hvers mánaðar á efri hæðinni á Café Amor. Munchið byrjar Klukkan 20:00.  Akureyrar munchið er ekki jafn reglulegt þó, hægt er að senda skeiti á mig hér inni og ég get bent ykkur á heimasíðu þar sem hægt er að fá nákvæmari dagssetningar ef áhugi er.

—–

Verið er að vinna í því að halda aðalfund bdsm.is á nýjann leik.  Markmiðið er að kjósa nýja stjórn og koma félaginu aftur í gang.

Einnig er búið að ákveða að halda bdsm ball með fetish theme í Ágúst/haust.  Dagssetning er þó ekki ákveðin enn.  Nánari upplýsingar um bæði aðalfundinn og ballið koma síðar, þá meðal annars hingað inn.

kv samvimes