Íslenska BDSM samfélagið – Vegvísir

Þetta er lifandi skjal. Við munum halda áfram að bæta við upplýsingum og uppfæra eftir þörfum.

Best væri að fá tillögur að úrbótum í þessum þræði á FetLife. https://fetlife.com/groups/27084/posts/18538328

Skjalið var seinast uppfært 27. nóvember 2022

Við reynum að taka eins vel og hægt er á móti fólki í samfélagið okkar. Fyrir þau sem eru ný, er vafalaust erfitt að fóta sig, þannig að við ákváðum að búa til þessa síðu sem einhvers konar vegvísi.

Raunheimar

Námskeið BDSM á Íslandi

Við stefnum á að halda ca. 5-6 námskeið á ári. Þetta hafa verið kynningarnámskeið um BDSM og líka sérhæfðari námskeið t.d. um fjötra, flengingar og aðra ásláttarleiki, drottnun og undirgefni og fleira.

Námskeiðin eru auglýst á síðunum okkar á FetLife og Facebook.

Fetlifesíða BDSM á Íslandi

Facebooksíða BDSM á Íslandi


Reykjavik munch

Það eru haldnir reglulegir kaffihúsahittingar í Reykjavík, fyrsta miðvikudag og þriðja mánudag hvers mánaðar. Það kemur fyrir að þeir falli niður vegna fría eða hátíðisdaga en skipuleggjendur hittingana gera sitt besta til að sjá til þess að við getum hist. Það er yfirleitt mjög góð mæting, milli 30-50 manns seinustu mánuði.

Mörg þeirra sem mæta, tala ekki íslensku. Tökum tillit til þeirra og reynum að skipta ekki yfir í íslensku í samtali sem enskumælandi eru að taka þátt í.

Fetlifesíða Reykjavík munch

Facebooksíða Reykjavík munch

Rope Jam

Nokkrir einstaklingar hafa verið að skipuleggja Rope Jam kvöld reglulega. Til að fylgjast með er best að skoða viðburðasíðuna á FetLife.

35+ munch

Óreglulegir kaffihúsahittingar fyrir 35 ára og eldri. Þessir hittingar eru ekki með neina síðu þannig að besta leiðin til að fylgjast með er að skoða viðburðarsíðuna á FetLife.

RMSSSDLP

FetLifesíða RMSSDLP
Facebooksíða RMSSDLP

RMSSSDLP er Reykjavik Munch Svaka Skemmtilegt Super Duper LeikParty. Þetta er partý til að leika við aðra og jafnvel klæða sig upp í kinký klæðnað.

Það er yfirleitt mikið leikið, mikið spjallað, plötusnúður og gleði. Það er dyravarsla til að koma í veg fyrir óvæntar heimsóknir.

Það er ekki gerð krafa um sérstakan klæðnað, en fólk hvatt til að hafa smá fyrir útlitinu og ef það vill vera í fetish eða BDSM klæðnaði þá er það enn betra.

Hér má finna spjallþráð á FetLife þar sem er verið að rifja upp skemmtilegustu minningarnar úr partýinu: https://fetlife.com/groups/27084/posts/17983553 .

SLAPP

SLAPP er Smaller Length Acronym Play Party!. Þetta er líka leikpartý. Það hefur verið aðeins fámennara hingað til en er að öðru leyti skipulagt líkt og RMSSSDLP. Partýin hafa verið auglýst á FetLife, bæði sem viðburðir og líka í spjallhópnum BDSM In Iceland

Það er óskað eftir að fólk mæti helst í fötum sem vísa á einhvern hátt í fetish eða BDSM.

Utan höfuðborgarsvæðisins

Hér væri gott að fá meiri upplýsingar! Það hafa verið kaffihúsahittingar á Akureyri og þeir hafa yfirleitt verið auglýstir á þessu spjallborði á FetLife: https://fetlife.com/groups/27084

Spjallborð á FetLife fyrir hópa utan höfuðborgarsvæðisins:
Akureyrarperrar
Norðvesturperrar

Sýndarheimar

FetLife

Íslenska samfélagið á FetLife er mjög stórt. Stærsti íslenski hópurinn eða spjallborðið er BDSM in Iceland

Það eru mjög margir íslenskir hópar, fyrir alls konar blæti. Fæstir þeirra eru mjög virkir, en ekki láta það stoppa ykkur í að hefja spjall. Við höfum reynt að safna saman þessum hópum í lista, neðst á þessari síðu. Svo er líka hægt að athuga í hvaða íslenski hópum annað fólk er.

Mikið af umræðunum í þessum hópum er á íslensku, en það má yfirleitt líka hefja umræður á ensku og kurteisi að svara enskum umræðum á ensku.

Reykjavik munch discord (Ekki bara fyrir Reykjavík!!)

Þetta er Discordþjónn sem byrjaði til að halda kaffihúsahittinga á netinu, út af Covid. Núna er þetta frábært samfélag á netinu. Þessi þjónn er fyrir umræður og glens og gaman, en ekki fyrir sexting eða sýndarleiki. Það er ætlast til að fólk noti eingöngu ensku til að spjalla saman.

Það eru reglulegir vikulegir hittingar og stundum eru hittingar bara upp úr þurru ef einhverjum leiðist. Mörg hafa kveikt á myndavélinni á hittingum en mörg nota eingöngu hljóðnema, eftir því hvað fólki finnst þægilegra.

Hægt er að fá boð á þjóninn með því að hafa samband við Reykjavik Munch á FetLife eða senda póst á BDSM á Íslandi.

Hópar á FetLife fyrir fólk sem býr á Íslandi

Þetta eru allir hóparnir sem við höfum fundið, en þeir eru örugglega fleiri, endilega látið okkur vita ef þið saknið einhverra hópa

BDSM in Iceland
Einkamál
Almenn Umræða
Íslendingar á Fetlife
BDSM konur á Íslandi
40+ á Íslandi
Akureyrarperrar
Norðvesturperrar
Til sölu
DIY Iceland
Íslensk orð yfir kinky hluti og fólkið sem elskar þau
Dómínur á Íslandi
Polyamory Iceland // Fjölkærir á Íslandi
Erótísk og kynferðisleg ljósmyndun á Íslandi
Humiliation in Iceland
Plus size – BBW – Curvy konur á Íslandi og karlar sem elska þær
Rope partners – Reykjavík ropes
Shibari Iceland
Bólfélagar Íslands/Fuckbuddys in Iceland
Bathroom Use Control Iceland
Ageplay Iceland

Freakout 2014

Freakout 2014 verður haldið laugardaginn 16. ágúst næstkomandi Classic Rock Sportbar, Ármúla 5. Húsið opnar klukkan 8 að kvöldi.

Um er að ræða nokkurs konar árshátíð BDSM, fetish og kink-friendly fólks. Fetish/BDSM/Alternative dresscode verður á staðnum.

Miðaverð við dyr er 4000 krónur.

Miðaverð í forsölu (opin til 15. ágúst) er 3000 krónur. Til þess má leggja inn á reikning félagsins (KT: 491199-2969, BN: 0515-26-004911). Þá þarf að senda kvittun á [email protected] með skýringunni freakout+nafn. Nafnið sem gefið er upp verður þá sett á gestalista.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest!

FREAKOUT ICELAND 2014

Takið laugardaginn 16. ágúst frá, því nú fer að líða að því sem allir hafa beðið eftir í nær ár: FREAKOUT ICELAND 2014!

Freakout er stærsti og skemmtilegasti BDSM- og Fetish-viðburður sem haldinn er á landinu ár hvert. Að venju verða plötusnúðar, skemmtiatriði og leiksvæði á staðnum.

Frekari upplýsingar koma þegar nær dregur.

Dagskrá vikunnar

Tveir atburðir eru á döfinni í þessari viku: Annars vegar nýliðamunch sem haldið verður í kvöld (22/04/13) klukkan 8, á Bar 46 við Hverfisgötu að venju.

Hins vegar er grundvallarnámskeið í bindingum, sem haldið verður á sama stað, klukkan 8 á fimmtudaginn (25/04/13). Aðgangur er ókeypis fyrir meðlimi félagsins, 1000 krónur fyrir aðra.

Fleiri námskeið eru á döfinni, en þau verða auglýst þegar staðsetning þeirra verður ljós.

Aðalfundur BDSM á Íslandi

Aðalfundur BDSM á Íslandi verður haldinn 24. mars næstkomandi að Hverfisgötu 46 í Reykjavík, klukkan 8 að kvöldi.

Eftirfarandi er á dagskrá fundarins:

  • Skýrsla bráðabrigðastjórnar
  • Kosning um lagabreytingatillögur
  • Kosning í stjórn BDSM á Íslandi
  • Tilfallandi mál

Til að öðlast atkvæðisrétt í kosningum sem fram fara á fundinum skal greiða árgjald félagsins, sem er 2000 krónur. Þegar gjaldið hefur verið greitt telst viðkomandi meðlimur í félaginu starfsárið 2013.

Við hvetjum alla sem málið varðar til að mæta og láta ljós sitt og atkvæði skína.

Endurvakning BDSM á Íslandi – núverandi staða

Endurvakning BDSM á Íslandi er nú í fullum gangi.

Bráðabirgðastjórn félagsins tók við taumunum 27. nóvember síðastliðinn. Fyrirliggjandi verkefni eru nokkur, en þar má helst nefna:

  • Skipulagningu aðalfundar, sem núverandi áætlun gerir ráð fyrir að verði undir lok janúar
  • hönnun nýs logos fyrir félagið
  • stofnun og stefnumótun Facebook-síðu félagsins
  • endurvakningu síðunnar BDSM.is, sem hefst hér með.

Félagslíf BDSM-iðkenda hefur staðið óslitið síðan í sumar. Munch hafa verið haldin í Reykjavík samkvæmt fyrirkomulagi því sem lýst var í síðustu færslu og hafa þau jafnan verið fjölsótt. Munchin á Akureyri hafa færst til, en upplýsingar um tíma- og staðsetningar þeirra má nálgast á Fetlife.com eða með fyrirspurn á tölvupóstfang félagsins (sjá að neðan). Einnig hafa verið haldin örnámskeið í fjötrun og hýðingum sem og leikpartý. Ný af nálinni í félagslífinu eru svokölluð nýliðamunch, en þangað hafa þeir sem nýrri eru í senunni sótt til að kynnast öðrum í svipaðri stöðu við afslappaðar aðstæður. Þau hafa verið haldin með óreglulegum hætti, en verða héðan í frá auglýst hér.

Netumræða íslenskra BDSM-iðkenda hefur síðustu mánuði að mestu leyti farið fram á síðunni Fetlife.com. Þeir sem áhugasamir eru um stöðu mála er bent á að líta þar við. Einnig má sem fyrr senda skeyti á tölvupóstfang félagsins, [email protected]

Munch, bdsm ball og fleira…

Bdsm.is er lifandi.  Já, þú lest rétt, samfélagið hefur endurnýjað sig með nýju blóði og er farið aftur af stað.

—-

Munch eru komin að stað bæði á Akureyri og í Reykjavík.  En “Munch” er einfaldlega hittingur á kaffihúsi. Venjulegur klæðnaður, umræður um hvað sem fólki dettur í hug að ræða. Munchin sjálf eru í raun ótengd bdsm.is en öllum er velkomið að mæta.

Reykjavík: Núverandi staðsetning er Gay 46 á Hverfisgötu 46, 101 Reykjavík. Fyrsta miðvikudag hvers mánaðar og mánudag í þriðju viku hvers mánaðar.

Akureyri/Norðurland: Það er munch haldið fyrsta mánudag hvers mánaðar á efri hæðinni á Café Amor. Munchið byrjar Klukkan 20:00.  Akureyrar munchið er ekki jafn reglulegt þó, hægt er að senda skeiti á mig hér inni og ég get bent ykkur á heimasíðu þar sem hægt er að fá nákvæmari dagssetningar ef áhugi er.

—–

Verið er að vinna í því að halda aðalfund bdsm.is á nýjann leik.  Markmiðið er að kjósa nýja stjórn og koma félaginu aftur í gang.

Einnig er búið að ákveða að halda bdsm ball með fetish theme í Ágúst/haust.  Dagssetning er þó ekki ákveðin enn.  Nánari upplýsingar um bæði aðalfundinn og ballið koma síðar, þá meðal annars hingað inn.

kv samvimes