Aðalfundur BDSM á Íslandi verður haldinn sunnudaginn 17. mars næstkomandi, kl. 14:00-16:30 í húsnæði Samtakanna 78, Suðurgötu 3, 101 Reykjavík. Heimilt er að veita gildum félögum aðgengi að fundinum í gegnum fjarfundabúnað sbr. grein 5.1. í félagslögum.
Dagskrá fundar er svohljóðandi:
- Kosning fundarstjóra og ritara
- Lögmæti aðalfundar staðfest
- Skýrsla stjórnar og reikningar
- Kosning formanns
- Kosning stjórnar
- Kosning varafulltrúa í stjórn
- Kosning í önnur embætti
a. Skoðunarmaður reikninga
b. Önnur embætti - Lagabreytingar
- Önnur mál
Við hvetjum félagsfólk til að bjóða sig fram til stjórnarsetu. Þetta árið verður kosið um formann til eins árs, tvo stjórnarfulltrúa til tveggja ára, landsbyggðarfulltrúa til tveggja ára og varafulltrúa til eins árs.
Tveggja vikna framboðsfrestur var framlengdur, en rennur út einni viku fyrir aðalfund, eða sunnudaginn 10 .mars. Athugið að ekki er unnt að framlengja frestinum eftir 10. mars.
Lagabreytingatillögur þurfa að hafa borist stjórn félagsins skriflega eða rafrænt með staðfestum hætti minnst tveimur vikum fyrir aðalfund, samkvæmt samþykktum félagsins. Gildandi samþykktir félagsins má sjá hér https://bdsm.is/um/log/
Áhugasamir geta skráð sig í félagið hér
Jafnframt minnum við á greiðslu félagsgjalda. Viðmiðunargjald félagsins er 5.000kr, félagsmenn skulu greiða að lágmarki 1.000kr til að teljast gildir félagar.
Félagsgjaldið má greiða inn á reikning félagsins 0515-26-004911, kt. 491199-2969.
Kær kveðja
Stjórnin