BDSM á Íslandi virðir persónuvernd til hins ítrasta. Endilega sendið okkur póst með ábendingum ef eitthvað má betur fara eða ef spurningar vakna á þetta póstfang
Evrópulöggjöf um persónuvernd (GDPR)
Í samræmi við löggjöf um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (GDPR) sem kom til framkvæmda 25. maí 2018 á evrópska efnahagssvæðinu útlistum við hvernig persónuvernd er háttað. Persónuvernd félaga okkar hefur alltaf verið lykilatriði og verið bundið í samþykktum félagsins frá upphafi og við leggjum áherslu á öryggi þeirra upplýsinga. Hér má sjá hvaða upplýsingar BDMS á Íslandi geymir og til hvers.
Hvaða upplýsingar eru geymdar af BDSM á Íslandi?
Félagið geymir eingöngu þær upplýsingar sem félagar skrá sjálfir þegar þeir skrá sig í BDSM á Íslandi. Þessar upplýsingar eru: Nafn, kennitala, dulnefni og tölvupóstfang, hvort megi senda greiðsluseðil og hvenær árgjald var greitt seinast.
Félagatalið er vistað hjá stjórn félagsins og hafa þau sem eru í stjórn aðgang að því. Félagatali er aldrei dreift að neinu leyti. Einu sinni á ári eru greiðslukröfur vegna félagsgjalda sendar í heimabanka þeirra félaga sem það kjósa og er það gert í samvinnu við viðskiptabanka félagsins.
Félagi sem ekki greiðir árgjald hefur ekki atkvæðisrétt eða önnur réttindi en telst þó félagi í BDSM á Íslandi nema skrifleg úrsögn berist. Félagið heldur utan um upplýsingarnar þar til viðkomandi segir sig úr félaginu en þó ekki nema í takmarkaðan tíma.
Til að virða ætlan löggjafarinnar um það verði að vera tímatakmarkanir á geymslu persónuupplýsinga, eyðum við út upplýsingum um félaga sem ekki hafa greitt félagsgjöld seinustu sjö (7) ár. Það er í vinnslu að setja ákvæði þessu tengt í samþykktir félagsins og verður skoðað betur á félagsárinu 2022 – 2023.
Samskipti við félaga og eins utanaðkomandi eru geymd í sama árafjölda.
Í hvaða tilgangi eru upplýsingar geymdar?
Fyrst og fremst til að framfylgja samþykktum BDSM á Íslandi en samkvæmt þeim eru aðeins skráðir félagar með rétt til fundarsetu og atkvæðagreiðslu á aðalfundum og félagsfundum. Einnig eru upplýsingar geymdar í þeim tilgangi að hafa samband við félaga og við útdeilingu félagaskírteina. Einnig eru upplýsingar geymdar til að staðfesta aðild fyrir aðildafélög og samstarfsaðila að eigin ósk þeirra einstaklinga sem eru félagar.
Samskipti eru geymd í þeim tilgangi að geta haldið áfram umræðum við þann einstakling eða félag sem hefur áður verið í samskiptum við félagið.
Hvar get ég séð upplýsingarnar sem eru vistaðar um mig hjá BDSM á Íslandi?
Þú getur sent okkur tölvupóst á [email protected] og við látum þig vita hvaða upplýsingar eru skráðar. Við munum gera okkar besta til að svara innan fárra daga. Til að pósturinn fái viðeigandi merkingu biðjum við þig um að hafa efni tölvupóstsins „Mínar persónuupplýsingar“. Einnig má biðja um að upplýsingum sé eytt og jafngildir það þá úrsögn úr félaginu.
Deilir BDSM á Íslandi upplýsingum?
Eins og áður sagði eru aðeins meðlimir stjórnar með aðgang að skjalinu sem inniheldur félagatal. Félagatalið er eingöngu vistað í þessu skjali og í vinnsluskjali sem er geymt í Google Drive sem sömu takmarkanir gilda um. Einu upplýsingar sem BDSM á Íslandi deilir eru ógreinanlegar upplýsingar, t.d. vegna kannana og þegar tekin er saman mæting á námskeið og viðburði. Þó þarf að veita bönkum kennitölu til innheimtu félagsgjalda og eins þá staðfestum við aðild við samstarfsaðila að frumkvæði og að fengnu samþykki félaga í hvert skipti.
BDSM á Íslandi leggur þessi atriði til grundvallar persónuvernd
- Samkvæmt lögum félagsins þá ábyrgist félagið að gæta upplýsinga um félaga sína vandlega og fara með sem trúnaðarupplýsingar.
- BDSM á Íslandi mun aldrei deila upplýsingum um félaga til þriðja aðila nema í þeim tilgangi sem lýst hefur verið.
- BDSM á Íslandi mun ekki deila samskiptum við félaga eða aðra til þriðja aðila og mun aldrei nota upplýsingarnar nema til að eiga samskipti við félaga eða utanaðkomandi á þann hátt sem eðlilegt þykir.
- BDSM á Íslandi gerir sér grein fyrir að félagar sjálfir (ekki félagið) eiga sínar persónuupplýsingar og hafa aðgang að þeim og geta eytt þeim ef þeir kjósa svo.
- BDSM á Íslandi mun eyða öllum sínum upplýsingum um félaga sína og samskiptum ef félaginu er slitið.
Vefur
Heimasíða félagsins, bdsm.is, notar vafrakökur (e. cookies). Með því að nota vef félagsins ertu að gefa leyfi til að nota vafrakökur. Vafrakökur eru litlar textaskrár, nokkurs konar fótspor sem vistast í tölvu eða snjalltækjum gesta. Í flestum vöfrum er hægt að breyta öryggisstillingum svo þeir taki ekki á móti kökum. Einnig er auðvelt að eyða vafrakökum. Hér eru leiðbeiningar til að eyða vafrakökum á Google Chrome, Mozilla Firefox, Safari, Microsoft Edge og Opera vöfrunum. Þær vafrakökur sem bdsm.is notar eru eingöngu notaðar til að tryggja virkni vefsins. Engum upplýsingum er safnað af BDSM á Íslandi með kökum.
BDSM á Íslandi nota vefumsjónarkerfið WordPress. Við nýtum engar viðbætur sem safna óþarfa upplýsingum um gesti. Persónuverndarstefna WordPress.com.
Félagatal er geymt í Google drive til vinnslu. Samskipti í tölvupósti við félaga og utanaðkomandi eru geymd í gmail. Önnur samskipti, t.d. gegnum samfélagsmiðla eru hýst hjá þeim samfélagsmiðlum þar sem samskiptin fara fram.
- Persónuverndarstefna Google Cloud, Gmail og Drive
- Persónuverndarstefna FetLife
- Persónuverndarstefna Facebook
Vefur BDSM á Íslandi er hýstur á vefþjóni félagsins.
Aðeins meðlimir stjórnar BDSM á Íslandi hafa aðgang að stjórnborði vefsíðunnar og gögnum.
BDSM á Íslandi áskilur sér að breyta persónuverndarstefnu sinni, en tryggir að nýjasta stefnan sé ávallt aðgengileg hér á vefnum og munu kappkosta að láta vita um breytingar á samfélagsmiðlum