Miðvikudaginn 30. október næstkomandi, 20:00 til 23:00, verður Grunnnámskeið í fjötrun.
Farið verður meðal annars yfir tilgang fjötrunar, helstu gerðir fjötra og öryggisatriði.
Námskeiðið er í formi fyrirlesturs og sýnikennslu. Ekki er þörf á að koma með fjötrunarfélaga eða fjötra á námskeiðið.
Námskeiðið er ekki síður fyrir bandingja eins og bindara. Námskeiðsgjaldið er 2000 kr. en frítt á námskeiðið fyrir meðlimi BDSM á Íslandi. Hægt er að gerast meðlimur í félaginu á staðnum.
Staðsetning auglýst þegar nær dregur.