Miðvikudaginn 5. mars næstkomandi verður haldinn Aðalfundur BDSM á Íslandi, klukkan 20:00 á efri hæð Ölsmiðjunnar í Lækjargötu 10, 101 Reykjavík.
Aðalfundur er æðsta vald félagsins og tekur þær ákvarðanir um starfsemi félagsins sem þörf er á. Allar lagabreytingar eða tillögur um að leggja félagið niður skulu hafa borist stjórn félagsins skriflega eða rafrænt með staðfestum hætti, minnst tveimur vikum fyrir fundinn og vera auglýstar af stjórn félagsins eigi síðar en viku fyrir fundinn. Rétt til fundarsetu og atkvæðaréttar á aðalfundi hafa þeir félagsmenn sem skuldlausir eru við félagið. Félagsmaður telst sá einstaklingur sem greitt hefur félagsgjald. Greiða skal félagsgjald hvers árs á aðalfundi eða fyrir aðalfund þess árs.
Í samræmi við lög félagsins skal dagskrá Aðalfundar vera eftirfarandi:
- Skýrsla stjórnar og reikningar
- Lagabreytingar
- Kosningar í stjórn og embætti
- Önnur mál
Í samræmi við lög félagsins skal á Aðalfundi kjósa formann til eins árs í senn, einnig skal kjósa þrjá stjórnarmeðlimi, hvern til tveggja ára í senn. Ef kjörtímabil landsbyggðarfulltrúa rennur út á viðkomandi aðalfundi skal þó ekki kjósa þrjá stjórnarmeðlimi, heldur einungis tvo. Deildir utan Reykjavíkur kjósa sér landsbyggðarfulltrúa með eigin hætti, án viðkomu Reykjavíkurdeildar. Lög félagsins í heild má nálgast hér: https://bdsm.is/um/log/