Aðalfundur BDSM á Íslandi 2022

Aðalfundur BDSM á Íslandi verður haldinn sunnudaginn 20. mars nk. kl. 14:00-16:00 í húsnæði Spektrum, Hringbraut 119, 101 Reykjavík.

Dagskrá fundar er svo hljóðandi:

 1. Kosning fundarstjóra og ritara
 2. Lögmæti aðalfundar staðfest
 3. Skýrsla stjórnar og reikningar
 4. Lagabreytingar
 5. Kosning formanns
 6. Kosning stjórnar
 7. Kosning varafulltrúa í stjórn
 8. Kosning í önnur embætti
  1. Skoðunarmaður reikninga
  2. Önnur embætti
 9. Önnur mál
  1. Nafnleynd í félaginu
  2. Annað

Við hvetjum félagsfólk til að bjóða sig fram til stjórnarsetu. Auk formanns þarf að kjósa tvo stjórnarfulltrúa og landsbyggðafulltrúa til tveggja ára stjórnasetu, en jafnframt þarf að kjósa einn stjórnarfulltrúa til eins árs.

Athugið að lagabreytingatillögur þurfa skv. samþykktum félagsins að hafa borist stjórn félagsins skriflega eða rafrænt með staðfestum hætti minnst tveimur vikum fyrir aðalfund, eða sunnudaginn 6 mars. Gildandi samþykktir félagsins má sjá hér: https://bdsm.is/um/log/

Jafnframt minnum við á greiðslu félagsgjalda. Félagsgjald er kr. 5000, en líkt og samþykkt var á félagsfundi haustsins, þá er það ekki bindandi upphæð. Þau sem telja sig geta greitt meira eða minna teljast fullgildir félagar, hafi þau skráð sig í félagið og greitt félagsgjald. Búast má við lagabreytingatillögu sem gerir ráð fyrir þessari breytingu.

Félagsgjaldið má greiða inn á reikning félagsins 0515-26-004911, kt. 491199-2969

Kær kveðja,
Stjórnin.