Lagabreytingatillögur bráðabirgðastjórnar

Á aðalfundinum næstkomandi mun bráðabirgðastjórn félagsins leggja fram lagabreytingatillögur.

Tillögurnar má finna í Google Docs skjali þessu. Um er að ræða sameiningu á lögum, aðallreglum og umgengnisreglum félagsins. Sérstaklega ber einnig að nefna breytt kosningafyrirkomulag og endurskilgreiningu á hlutverki félagsins sem fræðslu- og stuðningsfélag.

Breytingar eru merktar með rauðu.

Þeir sem hyggjast mæta á aðalfundinn eru hvattir til að kynna sér breytingatillögur þessar.

Aðalfundur BDSM á Íslandi

Aðalfundur BDSM á Íslandi verður haldinn 24. mars næstkomandi að Hverfisgötu 46 í Reykjavík, klukkan 8 að kvöldi.

Eftirfarandi er á dagskrá fundarins:

  • Skýrsla bráðabrigðastjórnar
  • Kosning um lagabreytingatillögur
  • Kosning í stjórn BDSM á Íslandi
  • Tilfallandi mál

Til að öðlast atkvæðisrétt í kosningum sem fram fara á fundinum skal greiða árgjald félagsins, sem er 2000 krónur. Þegar gjaldið hefur verið greitt telst viðkomandi meðlimur í félaginu starfsárið 2013.

Við hvetjum alla sem málið varðar til að mæta og láta ljós sitt og atkvæði skína.

Sögur færðar af síðu félagsins

Þeir sem ötult fylgjast með síðu þessari hafa e.t.v. tekið eftir því að flokkurinn Sögur hefur verið fjarlægður af síðunni.

Ástæðan fyrir þessu er sú að á nýlegum stjórnarfundi bráðabrigðastjórnar BDSM á Íslandi var sú stefna mörkuð að félagið ætti fyrst og fremst að þjóna fræðslu- og kynningarhlutverki fyrir iðkendur sem og almenning. Þær erótísku sögur sem við höfum á höndum okkar þjóna því hlutverki ekki sérstaklega vel og hafa þær því verið fjarlægðar af vef þessum, í þeim tilgangi að sérhæfa hann sem upplýsingagátt.

Sögurnar eru þó ekki komnar í glatkistuna, enda mörg framlögin góð og engin ástæða til að halda þeim frá þeim sem þeirra vilja njóta. Nálgast má sögurnar á Fetlife-prófíl félagsins, bdsm_a_islandi. Tengil á Fetlife má finna í stikunni til hægri, undir “Erlendir vefir”.

Endurvakning BDSM á Íslandi – núverandi staða

Endurvakning BDSM á Íslandi er nú í fullum gangi.

Bráðabirgðastjórn félagsins tók við taumunum 27. nóvember síðastliðinn. Fyrirliggjandi verkefni eru nokkur, en þar má helst nefna:

  • Skipulagningu aðalfundar, sem núverandi áætlun gerir ráð fyrir að verði undir lok janúar
  • hönnun nýs logos fyrir félagið
  • stofnun og stefnumótun Facebook-síðu félagsins
  • endurvakningu síðunnar BDSM.is, sem hefst hér með.

Félagslíf BDSM-iðkenda hefur staðið óslitið síðan í sumar. Munch hafa verið haldin í Reykjavík samkvæmt fyrirkomulagi því sem lýst var í síðustu færslu og hafa þau jafnan verið fjölsótt. Munchin á Akureyri hafa færst til, en upplýsingar um tíma- og staðsetningar þeirra má nálgast á Fetlife.com eða með fyrirspurn á tölvupóstfang félagsins (sjá að neðan). Einnig hafa verið haldin örnámskeið í fjötrun og hýðingum sem og leikpartý. Ný af nálinni í félagslífinu eru svokölluð nýliðamunch, en þangað hafa þeir sem nýrri eru í senunni sótt til að kynnast öðrum í svipaðri stöðu við afslappaðar aðstæður. Þau hafa verið haldin með óreglulegum hætti, en verða héðan í frá auglýst hér.

Netumræða íslenskra BDSM-iðkenda hefur síðustu mánuði að mestu leyti farið fram á síðunni Fetlife.com. Þeir sem áhugasamir eru um stöðu mála er bent á að líta þar við. Einnig má sem fyrr senda skeyti á tölvupóstfang félagsins, [email protected]

Munch, bdsm ball og fleira…

Bdsm.is er lifandi.  Já, þú lest rétt, samfélagið hefur endurnýjað sig með nýju blóði og er farið aftur af stað.

—-

Munch eru komin að stað bæði á Akureyri og í Reykjavík.  En “Munch” er einfaldlega hittingur á kaffihúsi. Venjulegur klæðnaður, umræður um hvað sem fólki dettur í hug að ræða. Munchin sjálf eru í raun ótengd bdsm.is en öllum er velkomið að mæta.

Reykjavík: Núverandi staðsetning er Gay 46 á Hverfisgötu 46, 101 Reykjavík. Fyrsta miðvikudag hvers mánaðar og mánudag í þriðju viku hvers mánaðar.

Akureyri/Norðurland: Það er munch haldið fyrsta mánudag hvers mánaðar á efri hæðinni á Café Amor. Munchið byrjar Klukkan 20:00.  Akureyrar munchið er ekki jafn reglulegt þó, hægt er að senda skeiti á mig hér inni og ég get bent ykkur á heimasíðu þar sem hægt er að fá nákvæmari dagssetningar ef áhugi er.

—–

Verið er að vinna í því að halda aðalfund bdsm.is á nýjann leik.  Markmiðið er að kjósa nýja stjórn og koma félaginu aftur í gang.

Einnig er búið að ákveða að halda bdsm ball með fetish theme í Ágúst/haust.  Dagssetning er þó ekki ákveðin enn.  Nánari upplýsingar um bæði aðalfundinn og ballið koma síðar, þá meðal annars hingað inn.

kv samvimes