Aðalfundur BDSM á Íslandi verður haldinn laugardaginn 18. mars nk. kl. 14:00-16:00 í húsnæði Samtakanna 78, Suðurgötu 2, 101 Reykjavík.
Dagskrá fundar er svohljóðandi:
- Kosning fundarstjóra og ritara
- Lögmæti aðalfundar staðfest
- Skýrsla stjórnar og reikningar
- Lagabreytingar*
- Kosning formanns
- Kosning stjórnar
- Kosning varafulltrúa í stjórn
- Kosning í önnur embætti
Skoðunarmaður reikninga
Önnur embætti
9. Önnur mál
Við hvetjum félagsfólk til að bjóða sig fram til stjórnarsetu. Auk formanns þarf að kjósa um þrjá stjórnarfulltrúa, en jafnframt þarf að kjósa einn stjórnarfulltrúa til eins árs. Framboðsfrestur rennur út tveimur vikum fyrir aðalfund, eða laugardaginn 4. mars.
Eins þurfa lagabreytingatillögur að hafa borist stjórn félagsins skriflega eða rafrænt með staðfestum hætti minnst tveimur vikum fyrir aðalfund, skv. samþykktum félagsins. Gildandi samþykktir félagsins má sjá hér: https://bdsm.is/um/felagslog/
Áhugasamir geta skráð sig í félagið á eftirfarandi slóð https://bdsm.is/um/hvernig-geng-eg-i-felagid/
Jafnframt minnum við á greiðslu félagsgjalda. Viðmiðunargjald félagsins er kr. 5000, félagsmenn skulu greiða að lágmarki kr. 500 til að teljast gildir félagar.
Félagsgjaldið má greiða inn á reikning félagsins 0515-26-004911, kt. 491199-2969.
Kær kveðja
Stjórnin
*Sá fyrirvari skal settur við fyrirhugaða dagskrá aðalfundar að fyrsta lagabreytingartillaga á dagskrá mun verða þess efnis að þeim lið verði ýtt aftar í dagskrána. Verði hún samþykkt, verða aðrar lagabreytingartillögur á dagskrá eftir kosningar í embætti.